Ungt fólk geti lent í fátækragildru Ingvar Haraldsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Ungt fólk á í verulegum erfiðleikum með að kaupa sína fyrstu íbúð. NordicPhotos/Getty Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira