Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 18:45 Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla. Þetta kom fram á fundi um búvörusamninga í morgun en forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nýju samningarnir stuðli að óbreyttu kerfi og þjóni ekki neytendum. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, boðuðu til fundar í morgun þar sem nýundirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en hann segir samninga ekki þjóna hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ tekur í svipaðan streng og segir að með samráðsleysi við gerð samningana hafi góðu tækifæri til að nútímavæða landbúnaðarkerfið verið sólundað. Neytendur hagnist mest á aukinni samkeppni og lækkun tolla. „Það er auðvitað alveg ljóst að sú mikla tollvernd sem hér er hefur veruleg áhrif á vöruverð. Það er niðurstaða sem oftar en einu sinni hefur komið út úr greiningum á matvælaverði hér á landi. Það er líklega engin ein aðgerð sem myndi hafa jafn mikil áhrif á matvælaverð eins og að draga úr tollverndinni,“ segir Henný. Með afnámi tolla gæti smjör þannig lækkað um allt að 17 prósent. Ostur um allt að 28 prósent. Mjólkurduft um 34 prósent, Svínakjöt um 33 prósent, kjúklingur um 37 prósent og kjúklingabringur um 58 prósent. Afnám tolla myndi hins vegar ekki hafa áhrif á verð á lambakjöti. Daði segir að fáir hagnist á þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir. „Kannski einhver hópur bænda sem sem er búin að koma sér vel fyrir í núverandi kerfi en fáir aðrir,“ segir Daði. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla. Þetta kom fram á fundi um búvörusamninga í morgun en forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nýju samningarnir stuðli að óbreyttu kerfi og þjóni ekki neytendum. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, boðuðu til fundar í morgun þar sem nýundirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en hann segir samninga ekki þjóna hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ tekur í svipaðan streng og segir að með samráðsleysi við gerð samningana hafi góðu tækifæri til að nútímavæða landbúnaðarkerfið verið sólundað. Neytendur hagnist mest á aukinni samkeppni og lækkun tolla. „Það er auðvitað alveg ljóst að sú mikla tollvernd sem hér er hefur veruleg áhrif á vöruverð. Það er niðurstaða sem oftar en einu sinni hefur komið út úr greiningum á matvælaverði hér á landi. Það er líklega engin ein aðgerð sem myndi hafa jafn mikil áhrif á matvælaverð eins og að draga úr tollverndinni,“ segir Henný. Með afnámi tolla gæti smjör þannig lækkað um allt að 17 prósent. Ostur um allt að 28 prósent. Mjólkurduft um 34 prósent, Svínakjöt um 33 prósent, kjúklingur um 37 prósent og kjúklingabringur um 58 prósent. Afnám tolla myndi hins vegar ekki hafa áhrif á verð á lambakjöti. Daði segir að fáir hagnist á þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir. „Kannski einhver hópur bænda sem sem er búin að koma sér vel fyrir í núverandi kerfi en fáir aðrir,“ segir Daði.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira