Erlent

Flóðbylgjuviðvörun gefin út eftir öflugan jarðskjálfta við Súmötru

Atli ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð suðvestur af Súmötru.
Skjálftinn varð suðvestur af Súmötru. Mynd/USGS
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út eftir öflugan jarðskjálfta sem varð undan ströndum indónesísku eyjunni Súmötru.

Á vef Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir að skjálftinn hafi mælst 7,9 að stærð.

Skjálftinn varð um 800 kílómetrum frá Padang á um tíu kílómetra dýpi.

Í frétt BBC segir að enn hafi engar fréttir borist af skemmdum.

Flóðbylgjuviðvörum hefur verið gefin út í héruðunum Vestur-Súmötru, Norður-Súmötru og Aceh.

Tólf ár eru síðan um 220 þúsund manns eftir að flóðbylgja gekk yfir Aceh-hérað í kjölfar öflugs skjálfta undan ströndum Súmötru.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×