Snýst um kerfið en ekki nemendur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Þórdís Jakobsdóttir og Guðjón Þór Jósefsson eru nemendur í tíunda bekk í Laugalækjarskóla. Þau segja bæði nemendur og kennara mjög óánægða með nýtt námsmat. Vísir/Stefán Mikill meirihluti nemenda í tíunda bekk sem hófu nám í haust vissi ekki þá hvernig námsmati yrði háttað í vetur. Í raun hafa fæstir grunnskólanna í Reykjavík lokið útfærslu á nýju námsmati í tíunda bekk nú þegar langt er liðið á skólaárið. Þetta er niðurstaða könnunar sem SAMFOK gerði meðal grunnskóla í Reykjavík. Í kjölfarið sendi SAMFOK menntamálaráðherra og Menntamálastofnun áskorun um að fresta innleiðingu nýs námsmats. Nýlega barst svar frá ráðuneytinu þar sem áskoruninni er hafnað. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, segir svör skólayfirvalda almennt vera á þá leið að það sé of seint að bakka, að kennarar hafi til dæmis lagt mikla vinnu nú þegar í nýtt námsmat. „Þannig eru svör allra. Þetta snýst allt um kerfið en ekki um rétt nemenda sem eru að útskrifast í vor úr grunnskóla í mikilli óvissu.“ Í fyrra var nemendum og kennurum tilkynnt að útskrifað yrði eftir nýju námsmati með nýjum hæfnisviðmiðum þar sem einkunnir eru gefnar í bókstöfum. Bryndís gagnrýnir lítinn undirbúning. „Við erum ekki óánægð með nýja námsmatið sem slíkt en við gerum athugasemd við að það sé verið að demba þessu ókláruðu á nemendur sem eru að útskrifast.“Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKNýja námsmatið kallar á algjöra grundvallarbreytingu á kennsluháttum enda er verið að meta nemendur á mun breiðari grunni. Það tekur tíma að byggja upp nýtt kerfi. „Kennarar hafa verið uppteknir í öðru. Niðurskurði, vinnumati og kjarabaráttu. Þeir hafa verið á hlaupum síðustu mánuði að innleiða nýtt námsmat. Ég hef heyrt af sumarbústaðaferðum þar sem kennarar eru að vinna að þessu dag og nótt í sjálfboðavinnu. Samt sem áður er þetta alls ekki komið á hreint í öllum skólum,“ segir Bryndís. Bryndís bendir á að stuðningur skólayfirvalda sé einnig í lágmarki. Um sé að ræða stutta fræðslufundi fyrir kennara sem duga ekki fyrir algjörlega nýja hugsun í skólastarfi og það vanti alvöru faglegan stuðning. Þegar allt komi til alls bitni þetta mest á börnunum sem nú eru í tíunda bekk. „Við hefðum viljað sjá þessa kennsluhætti prófaða á áttunda bekk. Þeir nemendur hefðu þá haft þrjú ár til að venjast nýju námsmati og læra á það, til dæmis hvernig þeir geti haft áhrif á einkunnir sínar. Margir nemendur sem eru í tíunda bekk núna hafa engan skilning á matinu, enda ekki tilbúið í flestum skólum, og vita því ekki hvernig þeir geta náð sem bestum árangri.“Hreint út sagt kjánalegt Guðjón Þór Jósefsson og Þórdís Jakobsdóttir eru nemendur í tíunda bekk í Laugalækjarskóla. Þau segja bæði nemendur og kennara mjög óánægða með nýtt námsmat. „Ég sé ekki tilganginn með því að gera einkunnagjöf ónákvæmari,“ segir Guðjón. „Ég fékk niðurstöður úr samræmdu prófunum nýlega. Raðeinkunnin sagði mér skýrt hvar ég stend í faginu en einkunnin sjálf, sem var bókstafur, sagði mér ekki neitt. Ég veit ekkert hvað hún þýðir.“ Guðjón er mjög ósáttur við að vita ekki hvernig ferlið verður í vor. „Þetta er ekki boðlegt. Ég er að fara í framhaldsskólakynningar á næstu vikum og bráðum sæki ég um skóla. Ég er líka ósáttur við hve ólýðræðislegum vinnubrögðum hefur verið beitt við þessar breytingar. Það var ekkert samráð við þá sem breytingin hefur áhrif á.“ Guðjón segir mikið óöryggi vera meðal nemenda og kennara. „Það er ekki búið að fullþróa breytinguna og kennarar fá ekki leiðbeiningar um hvernig eigi að gefa einkunnir. Ég skil ekki af hverju er verið að gera þetta núna í stað þess að þróa þetta betur. Er þetta breyting breytingarinnar vegna?“Nemendur í tíunda bekk eru fyrsti árgangurinn sem útskrifast eftir nýju námsmati en fæstir nemendur skilja enn hvernig matið virkar og þrír mánuðir eru til lokaprófa. Vísir/StefánÞórdís segir breytinguna hreint út sagt svolítið kjánalega. „Nýtt mat á að vera nákvæmara en í raun verður það ónákvæmara. Svo kemur upp drama og það er reynt að laga ruglið með því að setja inntökupróf. Þannig að nú er allt kerfið orðið svo miklu flóknara!“ Þórdís segist vera búin að leggja sig fram allt árið til að útskrifast með góðar einkunnir og geta sótt um þann skóla sem hún vill komast í. „En sú vinna er mögulega öll til einskis og inntökupróf ræður úrslitum. Ég hreinlega veit ekki hvað ég þarf að gera til að komast í draumaskólann.“ Um jólin fengu nemendur einkunnir í tölum. „Og núna eru einhverjir kennarar að gefa bókstafi, aðrir ekki. Það er ekkert samræmi og það veldur miklu óöryggi.“ Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Mikill meirihluti nemenda í tíunda bekk sem hófu nám í haust vissi ekki þá hvernig námsmati yrði háttað í vetur. Í raun hafa fæstir grunnskólanna í Reykjavík lokið útfærslu á nýju námsmati í tíunda bekk nú þegar langt er liðið á skólaárið. Þetta er niðurstaða könnunar sem SAMFOK gerði meðal grunnskóla í Reykjavík. Í kjölfarið sendi SAMFOK menntamálaráðherra og Menntamálastofnun áskorun um að fresta innleiðingu nýs námsmats. Nýlega barst svar frá ráðuneytinu þar sem áskoruninni er hafnað. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, segir svör skólayfirvalda almennt vera á þá leið að það sé of seint að bakka, að kennarar hafi til dæmis lagt mikla vinnu nú þegar í nýtt námsmat. „Þannig eru svör allra. Þetta snýst allt um kerfið en ekki um rétt nemenda sem eru að útskrifast í vor úr grunnskóla í mikilli óvissu.“ Í fyrra var nemendum og kennurum tilkynnt að útskrifað yrði eftir nýju námsmati með nýjum hæfnisviðmiðum þar sem einkunnir eru gefnar í bókstöfum. Bryndís gagnrýnir lítinn undirbúning. „Við erum ekki óánægð með nýja námsmatið sem slíkt en við gerum athugasemd við að það sé verið að demba þessu ókláruðu á nemendur sem eru að útskrifast.“Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKNýja námsmatið kallar á algjöra grundvallarbreytingu á kennsluháttum enda er verið að meta nemendur á mun breiðari grunni. Það tekur tíma að byggja upp nýtt kerfi. „Kennarar hafa verið uppteknir í öðru. Niðurskurði, vinnumati og kjarabaráttu. Þeir hafa verið á hlaupum síðustu mánuði að innleiða nýtt námsmat. Ég hef heyrt af sumarbústaðaferðum þar sem kennarar eru að vinna að þessu dag og nótt í sjálfboðavinnu. Samt sem áður er þetta alls ekki komið á hreint í öllum skólum,“ segir Bryndís. Bryndís bendir á að stuðningur skólayfirvalda sé einnig í lágmarki. Um sé að ræða stutta fræðslufundi fyrir kennara sem duga ekki fyrir algjörlega nýja hugsun í skólastarfi og það vanti alvöru faglegan stuðning. Þegar allt komi til alls bitni þetta mest á börnunum sem nú eru í tíunda bekk. „Við hefðum viljað sjá þessa kennsluhætti prófaða á áttunda bekk. Þeir nemendur hefðu þá haft þrjú ár til að venjast nýju námsmati og læra á það, til dæmis hvernig þeir geti haft áhrif á einkunnir sínar. Margir nemendur sem eru í tíunda bekk núna hafa engan skilning á matinu, enda ekki tilbúið í flestum skólum, og vita því ekki hvernig þeir geta náð sem bestum árangri.“Hreint út sagt kjánalegt Guðjón Þór Jósefsson og Þórdís Jakobsdóttir eru nemendur í tíunda bekk í Laugalækjarskóla. Þau segja bæði nemendur og kennara mjög óánægða með nýtt námsmat. „Ég sé ekki tilganginn með því að gera einkunnagjöf ónákvæmari,“ segir Guðjón. „Ég fékk niðurstöður úr samræmdu prófunum nýlega. Raðeinkunnin sagði mér skýrt hvar ég stend í faginu en einkunnin sjálf, sem var bókstafur, sagði mér ekki neitt. Ég veit ekkert hvað hún þýðir.“ Guðjón er mjög ósáttur við að vita ekki hvernig ferlið verður í vor. „Þetta er ekki boðlegt. Ég er að fara í framhaldsskólakynningar á næstu vikum og bráðum sæki ég um skóla. Ég er líka ósáttur við hve ólýðræðislegum vinnubrögðum hefur verið beitt við þessar breytingar. Það var ekkert samráð við þá sem breytingin hefur áhrif á.“ Guðjón segir mikið óöryggi vera meðal nemenda og kennara. „Það er ekki búið að fullþróa breytinguna og kennarar fá ekki leiðbeiningar um hvernig eigi að gefa einkunnir. Ég skil ekki af hverju er verið að gera þetta núna í stað þess að þróa þetta betur. Er þetta breyting breytingarinnar vegna?“Nemendur í tíunda bekk eru fyrsti árgangurinn sem útskrifast eftir nýju námsmati en fæstir nemendur skilja enn hvernig matið virkar og þrír mánuðir eru til lokaprófa. Vísir/StefánÞórdís segir breytinguna hreint út sagt svolítið kjánalega. „Nýtt mat á að vera nákvæmara en í raun verður það ónákvæmara. Svo kemur upp drama og það er reynt að laga ruglið með því að setja inntökupróf. Þannig að nú er allt kerfið orðið svo miklu flóknara!“ Þórdís segist vera búin að leggja sig fram allt árið til að útskrifast með góðar einkunnir og geta sótt um þann skóla sem hún vill komast í. „En sú vinna er mögulega öll til einskis og inntökupróf ræður úrslitum. Ég hreinlega veit ekki hvað ég þarf að gera til að komast í draumaskólann.“ Um jólin fengu nemendur einkunnir í tölum. „Og núna eru einhverjir kennarar að gefa bókstafi, aðrir ekki. Það er ekkert samræmi og það veldur miklu óöryggi.“
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira