Bæjarbúar á Eskifirði ósáttir við framkvæmdir Þórdís Valsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdir við Hlíðarendaá á Eskifirði eru harðlega gagnrýndar af bæjarbúum. Mynd/Atli Börkur Egilsson Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði