Munu hýsa samfélag á stærð við Seyðisfjörð Svavar Hávarðsson skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel á landinu – 320 herbergi og getur tekið á móti 650 gestum. vísir/anton Á byggingartíma stærsta hótels Íslands, Fosshótels Reykjavík við Höfðatorg, þurftu Veitur, dótturfélag Reykjavíkur, að koma fyrir miklum mun afkastameiri fráveitulögn vegna umsvifanna. Ekki að furða þar sem hótelið fullskipað, og þá er starfsfólkið ótalið, getur hýst alla íbúa Seyðisfjarðarbæjar. Íris Þórarinsdóttir, verkfræðingur og tæknistjóri fráveitu hjá Veitum, segir að hingað til þekki hún ekki dæmi þess að Veitur hafi áður þurft að grípa til sérstakra ráðstafana í fráveitu vegna einnar byggingar í borginni – hins vegar sé stærð hótelsins slík að upp kom þessi óvenjulega staða, fyrir svo utan mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu því til viðbótar. Um mikla framkvæmd var að ræða og kostnaðurinn var í kringum 100 milljónir króna, en á þá við um tvær aðrar byggingar sem tengjast inn á sömu lögnum – annað þeirra er Storm Hótel sem er nýbyggt og 93 herbergja. Hins vegar sé ekki ólíklegt að vegna hitaveitu og rafmagns hafi áður þurft að grípa til mjög kostnaðarsamra fjárfestinga vegna einstakra bygginga.Íris Þórarinsdóttir„Við höfum hins vegar ekki áhyggjur af uppbyggingu hótela miðsvæðis í Reykjavík, þau eru einfaldlega ekki af þessari stærð, öfugt við hótelið við Höfðatorg sem jafnast á við meðalstórt sveitarfélag,“ segir Íris en þétting byggðar í Reykjavík, sem lögð er áhersla á af borgaryfirvöldum, mun þó óumflýjanlega hafa áhrif á fráveituna og með frekari uppbyggingu, þar á meðal fjölda hótela miðsvæðis í Reykjavík, má reikna með að gera þurfi ráðstafanir. Það er engu logið um stærð Fosshótels Reykjavík, sem tók á móti fyrstu gestum sínum í sumarbyrjun í fyrra. Herbergin eru 320 talsins; á efstu hæð má finna sjö svítur og þrjá fyrsta flokks fundarsali á annarri hæð. Á hótelinu er veitingastaðurinn Haust sem tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Torfa Ólafssyni, framkvæmdastjóra Íslandshótela, þá getur hótelið skotið skjólshúsi yfir 650 gesti, en ef starfsmenn eru meðtaldir þá er hótelið fullbókað 780 manna samfélag. Seyðfirðingar voru 665 talsins um áramótin 2014. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Á byggingartíma stærsta hótels Íslands, Fosshótels Reykjavík við Höfðatorg, þurftu Veitur, dótturfélag Reykjavíkur, að koma fyrir miklum mun afkastameiri fráveitulögn vegna umsvifanna. Ekki að furða þar sem hótelið fullskipað, og þá er starfsfólkið ótalið, getur hýst alla íbúa Seyðisfjarðarbæjar. Íris Þórarinsdóttir, verkfræðingur og tæknistjóri fráveitu hjá Veitum, segir að hingað til þekki hún ekki dæmi þess að Veitur hafi áður þurft að grípa til sérstakra ráðstafana í fráveitu vegna einnar byggingar í borginni – hins vegar sé stærð hótelsins slík að upp kom þessi óvenjulega staða, fyrir svo utan mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu því til viðbótar. Um mikla framkvæmd var að ræða og kostnaðurinn var í kringum 100 milljónir króna, en á þá við um tvær aðrar byggingar sem tengjast inn á sömu lögnum – annað þeirra er Storm Hótel sem er nýbyggt og 93 herbergja. Hins vegar sé ekki ólíklegt að vegna hitaveitu og rafmagns hafi áður þurft að grípa til mjög kostnaðarsamra fjárfestinga vegna einstakra bygginga.Íris Þórarinsdóttir„Við höfum hins vegar ekki áhyggjur af uppbyggingu hótela miðsvæðis í Reykjavík, þau eru einfaldlega ekki af þessari stærð, öfugt við hótelið við Höfðatorg sem jafnast á við meðalstórt sveitarfélag,“ segir Íris en þétting byggðar í Reykjavík, sem lögð er áhersla á af borgaryfirvöldum, mun þó óumflýjanlega hafa áhrif á fráveituna og með frekari uppbyggingu, þar á meðal fjölda hótela miðsvæðis í Reykjavík, má reikna með að gera þurfi ráðstafanir. Það er engu logið um stærð Fosshótels Reykjavík, sem tók á móti fyrstu gestum sínum í sumarbyrjun í fyrra. Herbergin eru 320 talsins; á efstu hæð má finna sjö svítur og þrjá fyrsta flokks fundarsali á annarri hæð. Á hótelinu er veitingastaðurinn Haust sem tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Torfa Ólafssyni, framkvæmdastjóra Íslandshótela, þá getur hótelið skotið skjólshúsi yfir 650 gesti, en ef starfsmenn eru meðtaldir þá er hótelið fullbókað 780 manna samfélag. Seyðfirðingar voru 665 talsins um áramótin 2014.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira