Innlent

Eldri konur leita aðstoðar vegna átröskunar

Stærstur hluti þeirra sem leita aðstoðar hjá teyminu eru konur á aldrinum 18 til 35 ára. Síðustu ár hafa þó fleiri konur á aldrinum 45 til 55 ára leitað sér aðstoðar.
Stærstur hluti þeirra sem leita aðstoðar hjá teyminu eru konur á aldrinum 18 til 35 ára. Síðustu ár hafa þó fleiri konur á aldrinum 45 til 55 ára leitað sér aðstoðar. NORDICPHOTOS/AFP
Átröskunarteymi Landspítalans hefur verið starfandi í tíu ár. Á þeim tíma hafa ríflega níu hundruð beiðnir borist teyminu eða tæplega hundrað á ári. Sigurlaug María Jónsdóttir, teymisstjóri og sálfræðingur, segir teymið sinna um sextíu málum hverju sinni.

Samt sem áður eru nítján mál í bið og um það bil fjögurra til fimm mánaða bið eftir greiningarviðtali og meðferð hjá teyminu. Sigurlaug segir hluta af skýringunni vera að teymið sinni mörgum flóknum og alvarlegum tilfellum sem taki tíma í meðferð, allt frá hálfu ári til fjögurra ára. Hún tekur fram að forgangsraðað sé á biðlistanum og bráðatilfellum sinnt. Öðrum sem vilja fá aðstoð strax sé vísað til fagaðila úti í bæ.

Sigurlaug M. Jónsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri Átröskunarteymis Landspítala Vísir/Anton Brink
„En þetta er of löng bið. Sérstaklega vantar starfsfólk og aðstöðu fyrir innlagna- og sólarhringsþjónustu fyrir langveika sjúklinga, sem þurfa að komast í heilbrigða þyngd og rjúfa átröskunarvítahring. Ekkert slíkt er í boði hér á landi – aðeins bráðainnlögn á bráðamóttöku. Það eru dæmi um fólk sem hefur leitað erlendis til að fá þessa þjónustu.“

Stærstur hluti þeirra sem leita aðstoðar hjá teyminu eru konur á aldrinum 18 til 35 ára. Síðustu ár hafa þó fleiri konur á aldrinum 45 til 55 ára leitað sér aðstoðar.

„Þetta eru oft konur sem hafa glímt við sjúkdóminn í mörg ár en eru loksins að opna á vandann og viðurkenna hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×