Innlent

Fékk letrað á kross sinn: „ekki Framsóknarmaður“

Jakob Bjarnar skrifar
Fyrirgreiðslupólitík  og fjölskyldutengsl innan hennar var eitur í huga Svavars heitins Cesars.
Fyrirgreiðslupólitík og fjölskyldutengsl innan hennar var eitur í huga Svavars heitins Cesars.
Svavar Cesar Kristmundsson fæddist á Ísafirði 2. ágúst 1947 en lést á Landspítalanum 2. febrúar 2016. Samkvæmt ósk hins látna er letrað á frá kross hans í kirkjugarðinum:

„Hér hvílir Svavar Cesar Kristmundsson – ekki Framsóknarmaður“ Og: „Blessuð sé minning hans.“Þannig nær pólitísk sannfæring Svavars heitins Cesars út yfir gröf og dauða. Svavar var vinsæll maður í sinni sveit, hann var búsettur á Húsavík í fjörutíu ár en hann var fyrst og síðast mikill Ísfirðingur og Vestfirðingur allt þar til yfir lauk, en þangað átti hann ættir og uppruna að rekja.

Vestfirðingar liggja sjaldnast á skoðunum sínum og það átti við Svavar Cesar. Eða eins og segir í minningargrein eftir tengdason hans Ragnar Björn Hjaltested:

„Svavar lá ekki á skoðunum sínum og var rökfastur, hann var mikill jafnaðarmaður og þoldi ekki yfirgang og hroka. Hann hafði sterkar pólitískar skoðanir sem féllu í misjafnan jarðveg, fyrirgreiðslupólitík  og fjölskyldutengsl innan hennar var eitur í huga hans enda hefur og eru þannig vinnubrögð að ganga að rekstri þessa þjóðfélags dauðu. Ég held að hann geti gengið hnakkreistur frá borði því hann varð aldrei keyptur.“

Á þessu risti Svavar Cesar skömm sína á Framsóknarflokknum, svo mikla að hann vildi undirstrika hana við þá sem kæmu til að vitja leiðis hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×