Innlent

Molotov-kok­teils­mennirnir á leið í steininn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin á lögreglufulltrúann á heimili hans var óhugnaleg.
Árásin á lögreglufulltrúann á heimili hans var óhugnaleg. Vísir
Hæstiréttur hefur staðfest dóm í héraði yfir Garðari Hallgrímssyni fyrir að hafa lofað tveimur mönnum, Tómasi Helga Jónssyni og Reyni Erni Viðarssyni, greiðslur fyrir fyrir að hafa í hótunum við fulltrúa lögreglustjórans á Akureyri í nóvember 2014. Var dómur yfir Tómasi Helga sömuleiðis staðfestur.

Tómas Helgi og Reynir Örn kveiktu meðal annars í bíl fulltrúans með svokölluðum molotov-kokteil og veittust að honum með ofbeldi á heimili hans á Akureyri.

Tómas Helgi hlaut þriggja og hálfs árs dóm í héraði og Reynir Örn var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Garðar og Tómas Helgi áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar en Reynir Örn undi dómnum í héraði.

Ekkert sem studdi vinskap dómara og fulltrúa

Garðar neitaði alfarið sök í málinu en frásögn hans var þvert á frásögn hinna tveggja og mat héraðsdómur framburði þeirra stöðuga og samhljóða. Hlaut Garðar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þótti framburður Garðars í héraði reikull og í heild ótrúverðugur.

Garðar áfrýjaði málinu á þeim forsendum að dómarinn við Héraðsdóm Norðurlands Eystra, Ólafur Ólafsson, hefði í lengri tíma starfað í sama húsnæði og lögreglufulltrúinn Eyþór Þorbergsson og þeir væru vinir. Hæstiréttur sá ekkert athugavert að þeir hefðu starfað í sama húsi auk þess sem ekkert hefði komið fram sem styddi að Ólafur og Eyþór væru vinir.

Tómas Helgi krafðist refsimildunar en ekki Hæstiréttur varð ekki við því og staðfestir dómana yfir Garðari og Tómasi Helga.

Dóminn í heild má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×