Innlent

Sækja slasaðan skipverja

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sækir nú slasaðan sjómann. Henni er nú flogið til erlenda flutningaskipsins LEU, sem statt er í um 50 sjómílur suður af Kötlutanga. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni vegna skipverjans.

Áætlað er að þyrlan verði komin að skipinu um klukkan hálf ellefu. Sjómaðurinn verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×