Uppræta þurfi kennitöluflakk án þess að kæfa frumkvöðlastarfsemi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 12:19 Fréttablaðið/GVA Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra stendur við orð sín um að styðja ekki við frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins gegn kennitöluflakki, en meðal annars hefur ASÍ lýst furðu yfir viðbrögðum hennar. Hún segir íslenskt atvinnulíf geta misst af ákveðnum tækifærum með slíku frumvarpi. Alþýðusamband Íslands lýsti í vikunni yfir furðu vegna viðbragða Ragnheiðar Elínar Árnadóttir iðnaðarráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Ragnheiður sagðist ekki styðja frumvarpið, það væri of íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar sem menn þurfi oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur, líkt og hún orðaði það. „Vandinn við þetta frumvarp er sá að í fyrsta lagi eru menn ekki, og ég er ekki sannfærð, um að þetta muni uppræta þetta mein vegna þess að þeir sem verið er að reyna að ná til sem stunda kennitöluflakk, sem er annað heldur en að fara í gjaldþrot, það er ekki ólöglegt að fara í gjaldþrot þegar rekstur af einhverjum ástæðum mistekst. Kennitöluflakk er það athæfi sem fólk stundar með einbeittan brotavilja að skilja eftir skuldir og skuldbindingar og færa eignir yfir í nýtt félag og halda svo áfram. Ég er ekki sannfærð um að þetta frumvarp nái til þess,” sagði Ragnheiður í Bítinu á morgun. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar era ð meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Ragnheiður segir að vissulega þurfi að uppræta kennitöluflakk, en að ekki megi kæfa frumkvöðlastarfsemi. Þannig sé íslenskt atvinnulíf að missa af tækifærum sem samfélag. „Við þurfum að ná þeim sem eru að stunda ólöglega athæfið en ekki kæfa frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun og athafna sig í íslensku atvinnulífi vegna þess að þá erum við að missa af tækifærum sem samfélag,” segir hún. Viðtalið við Ragnheiði má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Þingmenn fjögurra flokka leggja fram frumvarp um að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar megi ekki vera í forsvari tveggja fyrirtækja, eða fleiri, sem hafi orðið gjaldþrota. 22. febrúar 2016 15:41 Alþýðusambandið lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra stendur við orð sín um að styðja ekki við frumvarp þingmanns Framsóknarflokksins gegn kennitöluflakki, en meðal annars hefur ASÍ lýst furðu yfir viðbrögðum hennar. Hún segir íslenskt atvinnulíf geta misst af ákveðnum tækifærum með slíku frumvarpi. Alþýðusamband Íslands lýsti í vikunni yfir furðu vegna viðbragða Ragnheiðar Elínar Árnadóttir iðnaðarráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Ragnheiður sagðist ekki styðja frumvarpið, það væri of íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar sem menn þurfi oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur, líkt og hún orðaði það. „Vandinn við þetta frumvarp er sá að í fyrsta lagi eru menn ekki, og ég er ekki sannfærð, um að þetta muni uppræta þetta mein vegna þess að þeir sem verið er að reyna að ná til sem stunda kennitöluflakk, sem er annað heldur en að fara í gjaldþrot, það er ekki ólöglegt að fara í gjaldþrot þegar rekstur af einhverjum ástæðum mistekst. Kennitöluflakk er það athæfi sem fólk stundar með einbeittan brotavilja að skilja eftir skuldir og skuldbindingar og færa eignir yfir í nýtt félag og halda svo áfram. Ég er ekki sannfærð um að þetta frumvarp nái til þess,” sagði Ragnheiður í Bítinu á morgun. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar era ð meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Ragnheiður segir að vissulega þurfi að uppræta kennitöluflakk, en að ekki megi kæfa frumkvöðlastarfsemi. Þannig sé íslenskt atvinnulíf að missa af tækifærum sem samfélag. „Við þurfum að ná þeim sem eru að stunda ólöglega athæfið en ekki kæfa frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun og athafna sig í íslensku atvinnulífi vegna þess að þá erum við að missa af tækifærum sem samfélag,” segir hún. Viðtalið við Ragnheiði má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Þingmenn fjögurra flokka leggja fram frumvarp um að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar megi ekki vera í forsvari tveggja fyrirtækja, eða fleiri, sem hafi orðið gjaldþrota. 22. febrúar 2016 15:41 Alþýðusambandið lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Þingmenn fjögurra flokka leggja fram frumvarp um að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar megi ekki vera í forsvari tveggja fyrirtækja, eða fleiri, sem hafi orðið gjaldþrota. 22. febrúar 2016 15:41
Alþýðusambandið lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. 25. febrúar 2016 07:00