Fórna ekki ómetanlegu útsýni fyrir vindmyllur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Bæjarstjórn Ölfuss hefur synjað beiðni Arctic Hydro ehf. sem vildi fá að setja upp vindorkugarð á Hafnarsandi í landi sveitarfélagsins um þrjá kílómetra vestan við Þorlákshöfn. Fulltrúar Arctic Hydro kynntu vindorkugarðinn fyrir bæjaryfirvöldum í Ölfusi 25. janúar. Í byrjun þessa mánaðar var síðan óskað eftir viðræðum um samning um rannsóknar- og nýtingarleyfi með tilliti til virkjunar vindafls á jörðinni Þorlákshöfn. Setja átti upp rannsóknarmastur til vindmælinga en síðan var markmiðið að setja upp tuttugu myllur sem myndu ná allt að 130 metra hæð með spaðana í hæstu stöðu. Samtals yrði vindorkugarðurinn 60 MW. Bæjarstjórnin segist ekki tilbúin til að ganga til samninga við Arctic Hydro af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi sé umrætt svæði skipulagt fyrir annan iðnað. Þar er vísað í áform um að flytja fiskþurrkun fyrirtækisins Lýsis út fyrir bæinn.Vaxandi ferðaþjónusta er í Ölfusi og telja heimamenn vindmyllur geta spillt útsýni sem laði ferðafólkið að. Vísir/GVA Bæjarstjórnin tiltekur síðan hagsmuni ferðaþjónustu sem sé vaxandi atvinnugrein í Ölfusi. „Skapast sá vöxtur fyrst og fremst af ósnortinni náttúru svæðisins og ómetanlegu útsýni til sjávar og fjalla. Erindinu er því hafnað,“ segir í samhljóða samþykkt bæjarstjórnarinnar. „Það er mikil ásýnd sem fylgir svona mannvirkjum, sér í lagi þegar verið er að tala um margar myllur,“ segir Gunnstein R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, sem undirstrikar þó að ekkert vísindalegt sé á bak við þessa afstöðu. „Þetta á sér bakgrunn í orðræðu við þá aðila sem eru að standa í uppbyggingu í ferðaþjónustu,“ útskýrir hann. Þá segir bæjarstjórinn einnig hafa staðið í mönnum að ekki sé til lagarammi varðandi beislun vindorku á Íslandi. „Þetta er ekki niðurstaða til eilífðar en eins og ásýndin er á þetta núna treystir bæjarstjórnin sér ekki til að binda svæðið fyrir þetta,“ segir hann. Ekki náðist í Skírni Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra Arctic Hydro, í gær en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að það vinni nú að tveimur öðrum verkefnum; annars vegar að undirbúningi 20 til 30 MW vindorkugarðs í landi Butru og Guðnastaða í Austur-Landeyjum og hins vegar að 5,2 MW virkjun í Hólsá og Gönguskarðsá með tengingu til Akureyrar. „Félagið ætlar sér að vera leiðandi einkaaðili á sviði raforkuframleiðslu á Íslandi enda eru gífurleg tækifæri til staðar á Íslandi fyrir félag eins og Arctic Hydro með tilheyrandi tækifærum og möguleikum fyrir eigendur orkuauðlinda,“ segir á heimasíðu Arctic Hydro. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Bæjarstjórn Ölfuss hefur synjað beiðni Arctic Hydro ehf. sem vildi fá að setja upp vindorkugarð á Hafnarsandi í landi sveitarfélagsins um þrjá kílómetra vestan við Þorlákshöfn. Fulltrúar Arctic Hydro kynntu vindorkugarðinn fyrir bæjaryfirvöldum í Ölfusi 25. janúar. Í byrjun þessa mánaðar var síðan óskað eftir viðræðum um samning um rannsóknar- og nýtingarleyfi með tilliti til virkjunar vindafls á jörðinni Þorlákshöfn. Setja átti upp rannsóknarmastur til vindmælinga en síðan var markmiðið að setja upp tuttugu myllur sem myndu ná allt að 130 metra hæð með spaðana í hæstu stöðu. Samtals yrði vindorkugarðurinn 60 MW. Bæjarstjórnin segist ekki tilbúin til að ganga til samninga við Arctic Hydro af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi sé umrætt svæði skipulagt fyrir annan iðnað. Þar er vísað í áform um að flytja fiskþurrkun fyrirtækisins Lýsis út fyrir bæinn.Vaxandi ferðaþjónusta er í Ölfusi og telja heimamenn vindmyllur geta spillt útsýni sem laði ferðafólkið að. Vísir/GVA Bæjarstjórnin tiltekur síðan hagsmuni ferðaþjónustu sem sé vaxandi atvinnugrein í Ölfusi. „Skapast sá vöxtur fyrst og fremst af ósnortinni náttúru svæðisins og ómetanlegu útsýni til sjávar og fjalla. Erindinu er því hafnað,“ segir í samhljóða samþykkt bæjarstjórnarinnar. „Það er mikil ásýnd sem fylgir svona mannvirkjum, sér í lagi þegar verið er að tala um margar myllur,“ segir Gunnstein R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, sem undirstrikar þó að ekkert vísindalegt sé á bak við þessa afstöðu. „Þetta á sér bakgrunn í orðræðu við þá aðila sem eru að standa í uppbyggingu í ferðaþjónustu,“ útskýrir hann. Þá segir bæjarstjórinn einnig hafa staðið í mönnum að ekki sé til lagarammi varðandi beislun vindorku á Íslandi. „Þetta er ekki niðurstaða til eilífðar en eins og ásýndin er á þetta núna treystir bæjarstjórnin sér ekki til að binda svæðið fyrir þetta,“ segir hann. Ekki náðist í Skírni Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra Arctic Hydro, í gær en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að það vinni nú að tveimur öðrum verkefnum; annars vegar að undirbúningi 20 til 30 MW vindorkugarðs í landi Butru og Guðnastaða í Austur-Landeyjum og hins vegar að 5,2 MW virkjun í Hólsá og Gönguskarðsá með tengingu til Akureyrar. „Félagið ætlar sér að vera leiðandi einkaaðili á sviði raforkuframleiðslu á Íslandi enda eru gífurleg tækifæri til staðar á Íslandi fyrir félag eins og Arctic Hydro með tilheyrandi tækifærum og möguleikum fyrir eigendur orkuauðlinda,“ segir á heimasíðu Arctic Hydro.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent