Innlent

Fannst heill á húfi eftir vélsleðaslys

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. vísir/vilhelm
Allar tiltækar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra voru kallaðar út í kvöld til að leita að bónda í Vesturárdal í Miðfirði sem skilaði sér ekki eftir að hafa farið út á vélsleða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Maðurinn hafði farið út eftir hádegi í dag og lét vita af sér í síma á fimmta tímanum í dag. Það símtal rofnaði og eftir það náðist ekki samband við manninn.

Björgunarsveitir voru kallaðar út um kvöldmatarleytið og hafa þær leitað mannsins í kvöld. Það var svo bóndi sem var á ferð á traktor sem fann hinn týnda. Hafði hann þá velt sleða sínum ofan í læk og ekki náð að koma honum upp úr. Maðurinn var heill á húfi en orðinn aðeins kaldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×