Innlent

Fjórir óku undir áhrifum fíkniefna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/stefán
Nærir tuttugu ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í liðinni viku fyrir að tala í símann án þess að nota handfrjálsan búnað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embættinu.

Þetta voru ekki einu brotin sem áttu sér stað í vikunni því fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í tveimur bílunum fundust fíkniefni í þeim.

Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá sem hraðast ók mældist á 133 km/klst. Örfáir voru stöðvaðir án ökuleyfa og fimm voru stöðvaðir sökum þess að þeir notuðu ekki öryggisbelti. Tíu lögðu bílum sínum ólöglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×