Innlent

Dómari þarf ekki að víkja í skaðabótamáli

Birgir Olgeirsson skrifar
Í málinu krafðist maðurinn skaðabóta vegna tjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar meðferðar og notkunar læknis á viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá hans.
Í málinu krafðist maðurinn skaðabóta vegna tjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar meðferðar og notkunar læknis á viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá hans. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfum manns um að héraðsdómari víki sæti í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu.

Í málinu krafðist maðurinn skaðabóta vegna tjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar meðferðar og notkunar læknis á viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá hans og birtar höfðu verið í úrskurði siðanefndar Læknafélags Íslands í tengslum við ágreiningsmál tveggja lækna.

Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaábyrgð og snýr ágreiningurinn að fjárhæð skaðabótanna. Upplýst var hins vegar að dómari í málinu væri núverandi formaður siðanefndar Læknafélags Íslands en í dómi Hæstaréttar kemur fram að dómarinn hefði enga aðkomu átt að umræddu ágreiningsmáli.

Talið var að eins og málið væri vaxið yrði ekki hægt að fallast á það með manninum að aðkoma siðanefndar að málinu væri til þess fallin að draga úr óhlutdrægni dómarans í réttu með efa. Þá væri heldur ekki fyrir hendi önnur tilvik eða aðstæður sem væru til þess fallin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×