SÁÁ stefnir ríkinu vegna meintra vanefnda Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2016 09:54 Málefni Sjúkratrygginga Íslands heyra undir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. SÁÁ hefur stefnt ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vanefnda Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á samningi sem gerður var í desember 2012 um þjónustu göngudeildar SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, telur SÍ skáka í skjóli fordóma gegn áfengissjúkum. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna. Samningurinn var staðfestur af velferðarráðherra en ætíð hefur verið ágreiningur um hvernig greiðslum skuli háttað, þá milli SÁÁ og svo SÍ. Í fréttinni kemur jafnframt fram að fjárveitingar frá Alþingi til SÁÁ taki mið af þessum samningi þar sem gert er ráð fyrir 43 milljóna króna árlegri greiðslu til þeirrar þjónustu SÁÁ sem þar er kveðið á um. Hins vegar hefur hlutur SÍ í rekstrarkostnaði minnkað úr „43 milljónum króna árið fyrir gildistöku samningsins, í 27 milljónir króna árið 2013, í 17 milljónir króna árið 2014 og í núll krónur árið 2015. Þannig hafa fjárveitingar Alþingis, að mati SÁÁ, ekki skilað sér í rekstur samtakanna þrátt fyrir að full þjónusta hafi verið veitt í samræmi við gerðan samning, staðfestan af ráðherra.“Neyðast til að leita til dómsstólaÞórarinn Tyrfingsson segir þetta dómsmál ganga út á það að fá úr því skorið hvort SÁÁ eigi réttmæta kröfu á þá SÍ uppá ákveðna upphæð uppá eitt ár. „Ef það er þá má vísa til þess að fyrri uppgjör þeirra hafi ekki verið með eðlilegum hætti, ef dómur fellur okkur í vil.“Þórarinn telur það blasa við að vanefndir SÍ grundvallist á djúpstæðum fordómum í garð áfengissjúkra.Yfirlæknirinn segir þarna mikinn ágreiningur uppi og hann telur skýlaust að SÁÁ hafi ekki fengið réttmætar leiðréttingar. „Þegar svo er er ekki hægt að leita annað en til dómsstóla. Til að skera úr um þetta. Við sem erum með slíka þjónustusamninga verðum að fara þessa dómsleið sem er seinfarin. Og annað sem gerist, og er alvarlegra, er að á meðan er ekki talað við okkur um frekari samninga. Við höfum ekkert fengið frá því í nóvember 2014.“Ekki fengið krónu til göngudeildar í rúmt árGöngudeild SÁÁ hefur þannig verið rekin án framlags frá ríkinu í rúmt ár. Að sögn Þórarins borgar SÁÁ tugi miljóna til þeirrar starfsemi á ársgrundvelli. „Þetta er þannig að SÍ sem ber að sjá til þess að áfengissjúklingar fái meðferð, því þetta er skilgreindur sjúkdómur og fellur undir sjúkratryggingu, en þeir þar vanrækja það að öllu leyti. Ræða ekki við okkur né nokkurn annan um göngudeildarstaf vegna áfengissjúkra. Þegar málin eru svoleiðis er fátt annað að gera en fara í mál. Eins og gefur augaleið, þetta er bara sjúkratrygging, og ríkið er að vanrækja skyldur sínar gagnvart áfengissjúkum algerlega. Og skáka í því skjóli að það eru miklir fordómar gagnvart áfengissjúkum í þessu samfélagi.“Er það nú virkilega svo enn þann dag í dag? „Myndi þetta líðast gagnvart öðrum sjúkdómum? Að það sé ekki göngudeild rekin, hvorki í Reykjavík né annars staðar á landinu? Þetta er svo augljóst. Á ekki þurfa að segja þetta.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
SÁÁ hefur stefnt ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vanefnda Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á samningi sem gerður var í desember 2012 um þjónustu göngudeildar SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, telur SÍ skáka í skjóli fordóma gegn áfengissjúkum. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna. Samningurinn var staðfestur af velferðarráðherra en ætíð hefur verið ágreiningur um hvernig greiðslum skuli háttað, þá milli SÁÁ og svo SÍ. Í fréttinni kemur jafnframt fram að fjárveitingar frá Alþingi til SÁÁ taki mið af þessum samningi þar sem gert er ráð fyrir 43 milljóna króna árlegri greiðslu til þeirrar þjónustu SÁÁ sem þar er kveðið á um. Hins vegar hefur hlutur SÍ í rekstrarkostnaði minnkað úr „43 milljónum króna árið fyrir gildistöku samningsins, í 27 milljónir króna árið 2013, í 17 milljónir króna árið 2014 og í núll krónur árið 2015. Þannig hafa fjárveitingar Alþingis, að mati SÁÁ, ekki skilað sér í rekstur samtakanna þrátt fyrir að full þjónusta hafi verið veitt í samræmi við gerðan samning, staðfestan af ráðherra.“Neyðast til að leita til dómsstólaÞórarinn Tyrfingsson segir þetta dómsmál ganga út á það að fá úr því skorið hvort SÁÁ eigi réttmæta kröfu á þá SÍ uppá ákveðna upphæð uppá eitt ár. „Ef það er þá má vísa til þess að fyrri uppgjör þeirra hafi ekki verið með eðlilegum hætti, ef dómur fellur okkur í vil.“Þórarinn telur það blasa við að vanefndir SÍ grundvallist á djúpstæðum fordómum í garð áfengissjúkra.Yfirlæknirinn segir þarna mikinn ágreiningur uppi og hann telur skýlaust að SÁÁ hafi ekki fengið réttmætar leiðréttingar. „Þegar svo er er ekki hægt að leita annað en til dómsstóla. Til að skera úr um þetta. Við sem erum með slíka þjónustusamninga verðum að fara þessa dómsleið sem er seinfarin. Og annað sem gerist, og er alvarlegra, er að á meðan er ekki talað við okkur um frekari samninga. Við höfum ekkert fengið frá því í nóvember 2014.“Ekki fengið krónu til göngudeildar í rúmt árGöngudeild SÁÁ hefur þannig verið rekin án framlags frá ríkinu í rúmt ár. Að sögn Þórarins borgar SÁÁ tugi miljóna til þeirrar starfsemi á ársgrundvelli. „Þetta er þannig að SÍ sem ber að sjá til þess að áfengissjúklingar fái meðferð, því þetta er skilgreindur sjúkdómur og fellur undir sjúkratryggingu, en þeir þar vanrækja það að öllu leyti. Ræða ekki við okkur né nokkurn annan um göngudeildarstaf vegna áfengissjúkra. Þegar málin eru svoleiðis er fátt annað að gera en fara í mál. Eins og gefur augaleið, þetta er bara sjúkratrygging, og ríkið er að vanrækja skyldur sínar gagnvart áfengissjúkum algerlega. Og skáka í því skjóli að það eru miklir fordómar gagnvart áfengissjúkum í þessu samfélagi.“Er það nú virkilega svo enn þann dag í dag? „Myndi þetta líðast gagnvart öðrum sjúkdómum? Að það sé ekki göngudeild rekin, hvorki í Reykjavík né annars staðar á landinu? Þetta er svo augljóst. Á ekki þurfa að segja þetta.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira