Innlent

Neysluvatn Seyðfirðinga ódrykkjarhæft

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Mynd/Andrea Harris
Rannsóknir á neysluvatni á Seyðisfirði hafa leitt í ljós að gerlamengun er í vatninu og það stenst ekki gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar. Ástæðan mun vera bilun í tækjabúnaði í vatnshreinsistöð bæjarins.

Í tilkynningu á vefsíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar eru íbúar hvattir til að sjóða allt neysluvatn sem notar er til drykkjar. Það eigi sérstaklega við um vatn fyrir ung börn, aldraða og veika. Þó er ítrekað að öllum sé ráðlagt að sjóða vatnið.

Unnið er að viðgerð og verður ný tilkynning gefin út til bæjarbúa þegar gæði neysluvatnsins verður komin í lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×