Innlent

Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér má sjá hvernig erlenda konan varð fyrir briminu þrátt fyrir aðvaranir leiðsögumanna.
Hér má sjá hvernig erlenda konan varð fyrir briminu þrátt fyrir aðvaranir leiðsögumanna. Vísir/Kristján Guðmundsson
Síðastliðinn mánudag komust nokkrir ferðamenn í hættu í Reynisfjöru og þar á meðal kona sem misreiknaði brimið sem getur orðið ansi skætt í þessari fjöru.

Kristján Guðmundsson sem starfar við ferðaþjónustu tók meðfylgjandi myndir með aðdráttarlinsu í töluverðri fjarlægð frá atvikinu en sjá má þegar leiðsögumaður kemur konunni til bjargar.

Kristján Guðmundsson
Fjöldi frétta hafa verið skrifaðar um ferðamenn sem koma sér í hættulegar aðstæður í Reynisfjöru og hafa nokkrir þeirra látið lífið. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér.  Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land.

Kristján Guðmundsson
Kristján birti myndirnar inni á hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook en þar segir hann að nokkrum andartökum eftir að þessar myndir voru teknar fóru tveir ferðamenn til viðbótar í brimið. 

„Það var mikið brim þennan dag en fólk hlustar ekki. Fólk er að reyna sitt besta, bílstjórar, leiðsögumenn og aðrir en fólk bara hlustar ekki. Þegar það er svona mikið brim þá er þetta bara mjög erfitt,“ segir Kristján.


Tengdar fréttir

„Hann var rosalega glaður að halda lífi“

Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél.

Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana

Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti.

Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval

Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.