„Þetta er svolítið mikið jaðar-jaðarsport" Una Sighvatsdóttir skrifar 30. janúar 2016 21:00 Ómar Runólfsson dúfnaræktandi segir að hver og ein dúfa hafi mismunandi persónuleika, rétt eins og hjá mannfólkinu. Skraut- og bréfdúfueigendur mættu með dúfurnar sína til sýningar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Markmiðið var meðal annars að vekja athygli á þessu áhugamáli, því dúfnaræktendur vilja endilega fá fleiri í sínar raðir. Ragnar Sigurjónsson dúfnaræktandi segir að þetta sé sport fyrir fólk á öllum aldri. „Þetta er svolítið mikið jaðar-jaðarsport, en menn hella sér í þetta sem fara af stað, og eru mjög áhugasamir. Sumir eru búnir að vera alla ævi í þessu, en svo eru aðrir að koma inn aftur þegar þeir eru farnir að róast í lífinu, hætta að vinna jafnvel og eru að finna sér eitthvað að gera og þá er þetta náttúrulega kjörið. En þetta er alls konar fólk, og skemmtilegt að segja frá því að í Ölfusi erum við komin með einn ungan ræktanda sem er átta ára gömul stelpa,“ segir Ragnar. Skrautdúfnafélag Hafnarfjarðar og Bréfdúfnafélag Íslands standa nú fyrir sameiginlegri fjáröflun vegna brunans sem varð í Hafnarfirði 4. janúar, en þar misstu fjórir ræktendur allan afrakstur næstum tveggja áratuga ræktunar. „Þetta var náttúrulega skelfilegt áfall að verða fyrir þessu, en eins og þið sjáið hér í dag þá er ótrúlega mikið til. En stofnarnir eru ekki stórir. Það er eiginlega það sem er," segir Ragnar. Margir lögðu leið sína á sýninguna í dag til að virða þessa skrautlegu fugla fyrir sér. Á bak við góða genablöndu eru heilmikil vísindi og ákveðinn staðall sem metnaðarfullir ræktendur verða að mæta, að sögn Ómars Runólfssonar. „Þetta er svolítið krefjandi já. Til dæmis eins og með skaðana, þá þarf litaskiptingin að vera alveg nákvæm. Það má ekkert vera svart fyrir neðan brjóstlínu, línan þarf að vera á ákveðnum stað. Goggurinn þarf að vera ljós og ekki með of mikið svart. Augað þarf að vera alveg hvítt og vel rautt í kringum það. Þetta er bara dæmi um það sem verið er að gera í þessari ræktun." Ómar hvetur hvern sem áhuga hefur til að skella sér í skrautdúfuræktun, því það sé gefandi áhugamál. „Þetta bara gefur lífinu lit og gaman að hafa eitthvað að sýsla við. Eitthvað annað en tölvur og svoleiðis." Hægt er að leggja málefninu lið með því að leggja inn á reikning 0152-05-570261 og kennitölu 140652-4929. Tengdar fréttir Missti allar skrautdúfurnar sínar í eldsvoðanum: „Það er allt farið“ Áralöng skrautdúfnaræktun í Hafnarfirði varð að engu í eldsvoða í stóru dúfnahúsi skammt frá álverinu í Straumsvík í nótt. 4. janúar 2016 12:47 Skrautdúfur drápust í eldsvoða Margar dúfur drápust, en nokkrum tókst að bjarga, þegar eldur kom upp í húnsæði Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í nótt, en húsið er í grennd við Álverið í Staumsvík. 4. janúar 2016 07:04 Hvorki dúfurnar né húsnæðið tryggt Stór hluti íslenska skrautdúfnastofnsins drapst í eldsvoða í Hafnarfirði í gær. Eigendur dúfnanna segja tjónið bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt, en hvorki dúfurnar né húsnæðið sem þær voru í, var tryggt. 4. janúar 2016 19:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ómar Runólfsson dúfnaræktandi segir að hver og ein dúfa hafi mismunandi persónuleika, rétt eins og hjá mannfólkinu. Skraut- og bréfdúfueigendur mættu með dúfurnar sína til sýningar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Markmiðið var meðal annars að vekja athygli á þessu áhugamáli, því dúfnaræktendur vilja endilega fá fleiri í sínar raðir. Ragnar Sigurjónsson dúfnaræktandi segir að þetta sé sport fyrir fólk á öllum aldri. „Þetta er svolítið mikið jaðar-jaðarsport, en menn hella sér í þetta sem fara af stað, og eru mjög áhugasamir. Sumir eru búnir að vera alla ævi í þessu, en svo eru aðrir að koma inn aftur þegar þeir eru farnir að róast í lífinu, hætta að vinna jafnvel og eru að finna sér eitthvað að gera og þá er þetta náttúrulega kjörið. En þetta er alls konar fólk, og skemmtilegt að segja frá því að í Ölfusi erum við komin með einn ungan ræktanda sem er átta ára gömul stelpa,“ segir Ragnar. Skrautdúfnafélag Hafnarfjarðar og Bréfdúfnafélag Íslands standa nú fyrir sameiginlegri fjáröflun vegna brunans sem varð í Hafnarfirði 4. janúar, en þar misstu fjórir ræktendur allan afrakstur næstum tveggja áratuga ræktunar. „Þetta var náttúrulega skelfilegt áfall að verða fyrir þessu, en eins og þið sjáið hér í dag þá er ótrúlega mikið til. En stofnarnir eru ekki stórir. Það er eiginlega það sem er," segir Ragnar. Margir lögðu leið sína á sýninguna í dag til að virða þessa skrautlegu fugla fyrir sér. Á bak við góða genablöndu eru heilmikil vísindi og ákveðinn staðall sem metnaðarfullir ræktendur verða að mæta, að sögn Ómars Runólfssonar. „Þetta er svolítið krefjandi já. Til dæmis eins og með skaðana, þá þarf litaskiptingin að vera alveg nákvæm. Það má ekkert vera svart fyrir neðan brjóstlínu, línan þarf að vera á ákveðnum stað. Goggurinn þarf að vera ljós og ekki með of mikið svart. Augað þarf að vera alveg hvítt og vel rautt í kringum það. Þetta er bara dæmi um það sem verið er að gera í þessari ræktun." Ómar hvetur hvern sem áhuga hefur til að skella sér í skrautdúfuræktun, því það sé gefandi áhugamál. „Þetta bara gefur lífinu lit og gaman að hafa eitthvað að sýsla við. Eitthvað annað en tölvur og svoleiðis." Hægt er að leggja málefninu lið með því að leggja inn á reikning 0152-05-570261 og kennitölu 140652-4929.
Tengdar fréttir Missti allar skrautdúfurnar sínar í eldsvoðanum: „Það er allt farið“ Áralöng skrautdúfnaræktun í Hafnarfirði varð að engu í eldsvoða í stóru dúfnahúsi skammt frá álverinu í Straumsvík í nótt. 4. janúar 2016 12:47 Skrautdúfur drápust í eldsvoða Margar dúfur drápust, en nokkrum tókst að bjarga, þegar eldur kom upp í húnsæði Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í nótt, en húsið er í grennd við Álverið í Staumsvík. 4. janúar 2016 07:04 Hvorki dúfurnar né húsnæðið tryggt Stór hluti íslenska skrautdúfnastofnsins drapst í eldsvoða í Hafnarfirði í gær. Eigendur dúfnanna segja tjónið bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt, en hvorki dúfurnar né húsnæðið sem þær voru í, var tryggt. 4. janúar 2016 19:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Missti allar skrautdúfurnar sínar í eldsvoðanum: „Það er allt farið“ Áralöng skrautdúfnaræktun í Hafnarfirði varð að engu í eldsvoða í stóru dúfnahúsi skammt frá álverinu í Straumsvík í nótt. 4. janúar 2016 12:47
Skrautdúfur drápust í eldsvoða Margar dúfur drápust, en nokkrum tókst að bjarga, þegar eldur kom upp í húnsæði Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í nótt, en húsið er í grennd við Álverið í Staumsvík. 4. janúar 2016 07:04
Hvorki dúfurnar né húsnæðið tryggt Stór hluti íslenska skrautdúfnastofnsins drapst í eldsvoða í Hafnarfirði í gær. Eigendur dúfnanna segja tjónið bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt, en hvorki dúfurnar né húsnæðið sem þær voru í, var tryggt. 4. janúar 2016 19:30