Segja borgina fara af stað með niðurskurðarhnífinn án samráðs Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar 20. janúar 2016 07:00 Dagur B. Eggertsson. „Nú hefur meirihlutinn farið mikinn í fjölmiðlum um að þau ætli ekki að skerða grunnþjónustuna, og við bara spyrjum, er þetta ekki grunnþjónusta?“ spyr Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina gagnrýndu harðlega skerðingu borgarinnar á þjónustu við eldri borgara á borgarstjórnarfundi í gær. Meðal tilefna eru fréttir um að ekki verði lengur veittur heitur matur í félagsmiðstöð eldri borgara við Eirborgir um helgar. „Það hafa komið fram miklar efasemdir um að þetta sé að skila þeim sparnaði sem borgin reiknar sér,“ segir Áslaug. „Það hefur til dæmis komið fram í greiningum að ellefu prósent þeirra sem fá aðsendan mat þurfa aðstoð við að opna matarbakkana. Þetta kallar bara á meira innlit og fylgd. Þetta kostar líka.“Áslaug FriðriksdóttirÁslaug segir að ætt sé af stað með niðurskurðarhnífinn án þess að haft sé samráð. Hún nefnir til dæmis að velferðarráð hafi í bókun sinni frá því í desember kallað eftir yfirliti yfir félagsþjónustu aldraðra, alla starfsemi og kostnað en það hafi verið gert allt of seint. „Við höfum bókað síðustu sex ár á nánast hverjum einasta fundi velferðarráðs að verið væri að ógna velferð aldraðra og fatlaðra vegna þess að illa sé farið með fé annars staðar. Og nú líður manni eins og þær hrakspár séu að rætast,“ segir hún. Áslaug segir að á grundvelli yfirlitsins mætti greina hvernig hægt væri að bæta þjónustu við aldraða á sem hagkvæmastan hátt. Hún nefnir að nefnir að ein hugmynd væri að leyfa öðrum aðilum að sjá um hluta þjónustunnar. „Ég skil vel vonbrigði eldra fólks sem hefur sótt þarna mat um helgar vegna þess að þetta er breyting á þjónustu sem þau telja að þeim hafi verið lofað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það loforð virðist hafa komið frá Eir sem rekur leiguíbúðirnar en hugsun borgarinnar var ekki sú að þessi félagsmiðstöð ætti að vera frábrugðin félagsmiðstöðvum annars staðar í borginni sem hvergi eru með mat um helgar,“ segir hann en umrædd félagsmiðstöð er önnur tveggja félagsmiðstöðva af sautján sem hafa veitt slíka þjónustu. Hann segir að borgin, Eir og íbúar í Eirborgum eigi nú í samtali til að finna flöt þannig að íbúarnir séu sáttari á eftir. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Nú hefur meirihlutinn farið mikinn í fjölmiðlum um að þau ætli ekki að skerða grunnþjónustuna, og við bara spyrjum, er þetta ekki grunnþjónusta?“ spyr Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina gagnrýndu harðlega skerðingu borgarinnar á þjónustu við eldri borgara á borgarstjórnarfundi í gær. Meðal tilefna eru fréttir um að ekki verði lengur veittur heitur matur í félagsmiðstöð eldri borgara við Eirborgir um helgar. „Það hafa komið fram miklar efasemdir um að þetta sé að skila þeim sparnaði sem borgin reiknar sér,“ segir Áslaug. „Það hefur til dæmis komið fram í greiningum að ellefu prósent þeirra sem fá aðsendan mat þurfa aðstoð við að opna matarbakkana. Þetta kallar bara á meira innlit og fylgd. Þetta kostar líka.“Áslaug FriðriksdóttirÁslaug segir að ætt sé af stað með niðurskurðarhnífinn án þess að haft sé samráð. Hún nefnir til dæmis að velferðarráð hafi í bókun sinni frá því í desember kallað eftir yfirliti yfir félagsþjónustu aldraðra, alla starfsemi og kostnað en það hafi verið gert allt of seint. „Við höfum bókað síðustu sex ár á nánast hverjum einasta fundi velferðarráðs að verið væri að ógna velferð aldraðra og fatlaðra vegna þess að illa sé farið með fé annars staðar. Og nú líður manni eins og þær hrakspár séu að rætast,“ segir hún. Áslaug segir að á grundvelli yfirlitsins mætti greina hvernig hægt væri að bæta þjónustu við aldraða á sem hagkvæmastan hátt. Hún nefnir að nefnir að ein hugmynd væri að leyfa öðrum aðilum að sjá um hluta þjónustunnar. „Ég skil vel vonbrigði eldra fólks sem hefur sótt þarna mat um helgar vegna þess að þetta er breyting á þjónustu sem þau telja að þeim hafi verið lofað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það loforð virðist hafa komið frá Eir sem rekur leiguíbúðirnar en hugsun borgarinnar var ekki sú að þessi félagsmiðstöð ætti að vera frábrugðin félagsmiðstöðvum annars staðar í borginni sem hvergi eru með mat um helgar,“ segir hann en umrædd félagsmiðstöð er önnur tveggja félagsmiðstöðva af sautján sem hafa veitt slíka þjónustu. Hann segir að borgin, Eir og íbúar í Eirborgum eigi nú í samtali til að finna flöt þannig að íbúarnir séu sáttari á eftir.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira