Nauðsynlegt að styðja betur við fólk á leigumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 20. janúar 2016 18:45 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrsla UNICEF um börn sem líða efnislegan skort sýni fram á nauðsyn þess að styðja betur við fólk á leigumarkaði. Mesti skortur meðal barna á Íslandi mælist á sviði húsnæðis samkvæmt skýrslu UNICEF eða um 13,4 prósent. Meðal annars var spurt um þröngbýli, aðgengi að salerni og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrslan sýni fram á nauðsyn þess að bregðast sem fyrst við þessum vanda. „Mér finnst líka mjög áhugavert og mjög mikilvægt og styður við þá vinnu sem við höfum verið að vinna í ráðuneytinu að helsta ástæða skorts hjá börnum á Íslandi eru húsnæðismál foreldra þeirra. Það er fyllilega í samræmi við þær upplýsingar sem við höfðum og er ástæða þess að við leggjum jafn mikla áherslu á húsnæðismálin í velferðarráðuneytinu. Síðan er annar stærsti þátturinn sem við höfum séð líka í öðrum könnunum snýr að tómstundum og frístundum barnanna. En jákvæða niðurstaðan er að það er greinilegt að foreldrar eru að forgangsraða þannig að það eru færri börn sem líða skort hvað varðar mat þannig að forgangsröðunin hefur greinilega farið þangað,“ segir Eygló. Ráðherra hefur þegar lagt fram fjögur frumvörp á Alþingi sem snúa að húsnæðismarkaðinum en þeim er meðal annars ætlað að styrkja stöðu leigjenda. „Þessi skýrsla endurspeglar kreppuárin. Það var farið hér í mikinn niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Það tekur tíma að snúa því við. Það er greinilegt að staða barna er mjög tengd atvinnu- og húsnæðisstöðu foreldra. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið og þar af leiðandi er staðan að batna. En við vitum það að staðan er ennþá erfið og ekki hvað síst á leigumarkaðinum," segir Eygló. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrsla UNICEF um börn sem líða efnislegan skort sýni fram á nauðsyn þess að styðja betur við fólk á leigumarkaði. Mesti skortur meðal barna á Íslandi mælist á sviði húsnæðis samkvæmt skýrslu UNICEF eða um 13,4 prósent. Meðal annars var spurt um þröngbýli, aðgengi að salerni og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrslan sýni fram á nauðsyn þess að bregðast sem fyrst við þessum vanda. „Mér finnst líka mjög áhugavert og mjög mikilvægt og styður við þá vinnu sem við höfum verið að vinna í ráðuneytinu að helsta ástæða skorts hjá börnum á Íslandi eru húsnæðismál foreldra þeirra. Það er fyllilega í samræmi við þær upplýsingar sem við höfðum og er ástæða þess að við leggjum jafn mikla áherslu á húsnæðismálin í velferðarráðuneytinu. Síðan er annar stærsti þátturinn sem við höfum séð líka í öðrum könnunum snýr að tómstundum og frístundum barnanna. En jákvæða niðurstaðan er að það er greinilegt að foreldrar eru að forgangsraða þannig að það eru færri börn sem líða skort hvað varðar mat þannig að forgangsröðunin hefur greinilega farið þangað,“ segir Eygló. Ráðherra hefur þegar lagt fram fjögur frumvörp á Alþingi sem snúa að húsnæðismarkaðinum en þeim er meðal annars ætlað að styrkja stöðu leigjenda. „Þessi skýrsla endurspeglar kreppuárin. Það var farið hér í mikinn niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Það tekur tíma að snúa því við. Það er greinilegt að staða barna er mjög tengd atvinnu- og húsnæðisstöðu foreldra. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið og þar af leiðandi er staðan að batna. En við vitum það að staðan er ennþá erfið og ekki hvað síst á leigumarkaðinum," segir Eygló.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira