Innlent

Icelandair aflýsir flugi vegna veðurofsa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls hefur þurft að aflýsa um 9000 flugferðum í Bandaríkjunum vegna veðurofsans.
Alls hefur þurft að aflýsa um 9000 flugferðum í Bandaríkjunum vegna veðurofsans.
Icelandair hefur aflýst flugferðum sínum til og frá New York og Washington í dag. Mikið óveður geisar nú á austurströnd Bandaríkjanna.

Á áætlun Icelandair voru þrjár ferðir til Bandaríkjanna í dag, fram og til baka. tvær til New York og ein til Washington. Þeim hefur nú verið aflýst vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins.

Icelandair er ekki eina flugfélagið sem hefur þurft af aflýsa flugi sínu. Alls hefur þurft að fresta um 9000 flugferðum í Bandaríkjum vegna óveðursins sem fengið hefur nafnið Jónas. Átta hafa látist og ellefu ríki hafa lýst yfir neyðarástandi vegna veðurofsans. Talið er að allt að þúsund manns séu fastir á þjóðvegi í Kentucky-ríki.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af veðurofsanum sem geimfarinn Scott Kelly tók en hann er nú staddur í Alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut um jörðu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×