Segja niðurskurð bitna á nemendum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla. vísir/anton Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, hafa miklar áhyggjur vegna boðaðs niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði á þessu ári. Hagræðingarkrafan á árinu hljóðar upp á 670 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hversu mikill niðurskurður lendir á grunnskólunum. „Við vitum að skólastjórar hafa barist í bökkum við að halda starfseminni gangandi svo vel sé eftir niðurskurð fyrri ára. Frekari niðurskurður mun bitna enn meira á grunnþjónustunni. Mestar áhyggjur höfum við af því að stuðningur við börn með sérþarfir verði ekki nægur,“ segir Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS. Skólastjórar hafa áhyggjur af því að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lögboðið hlutverk og skyldur hans. Þeir segja að niðurskurður í kreppunni hafi ekki verið bættur. Enn frekar hafi verið skorið niður síðustu ár. Fjármagnið hafi ekki fylgt launaþróun.Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKSÞorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, telur þjónustustig í sínum skóla orðið of lágt. „Ég reyni að jafna út þeim gæðum sem ég hef í starfinu til að láta hlutina bitna sem minnst á nemendum. En hópar nemenda í kennslu verða stærri og einstaklingsbundin þjónusta minni,“ segir Þorsteinn. Skólastjórinn segir niðurskurðinn líka ná til sérkennslu. „Ég vil meina að sérkennsla í Reykjavík hafi á síðasta ári verið skorin beint niður um 20 prósent. Með boðun um yfirfærslu á halla og frekari niðurskurði spyr maður sig á hvaða leið við erum.“ Frá 2008 hefur ekki fengist fjárveiting til að endurnýja áhöld og tæki að því er Þorsteinn greinir frá. Grunnskólar hafa almennt ekki fengið úthlutað fé til búnaðarkaupa í mörg ár, fyrir utan tölvukost.Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla.vísir/vilhelm„Þetta hefur auðvitað áhrif á aðstöðuna. Hún er víða töluvert bágborin,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Ingunnarskóla og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Guðlaug getur þess að margir skólar hafi ekki náð utan um reksturinn, eins og hún orðar það. „Þjónustan hefur kallað á meiri fjármuni en hefur verið úthlutað. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við náum ekki utan um starfið eins og við viljum hafa það. Það er til dæmis minni sveigjanleiki til að hafa fámennari hópa í kennslu.“ Guðlaug segir unnið að nýju líkani sem úthluta á eftir. „Okkur finnst að það eigi að klára þá vinnu áður en við tökum á okkur halla á milli ára. Reksturinn er misþungur eftir skólagerðum.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, hafa miklar áhyggjur vegna boðaðs niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði á þessu ári. Hagræðingarkrafan á árinu hljóðar upp á 670 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hversu mikill niðurskurður lendir á grunnskólunum. „Við vitum að skólastjórar hafa barist í bökkum við að halda starfseminni gangandi svo vel sé eftir niðurskurð fyrri ára. Frekari niðurskurður mun bitna enn meira á grunnþjónustunni. Mestar áhyggjur höfum við af því að stuðningur við börn með sérþarfir verði ekki nægur,“ segir Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS. Skólastjórar hafa áhyggjur af því að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lögboðið hlutverk og skyldur hans. Þeir segja að niðurskurður í kreppunni hafi ekki verið bættur. Enn frekar hafi verið skorið niður síðustu ár. Fjármagnið hafi ekki fylgt launaþróun.Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKSÞorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, telur þjónustustig í sínum skóla orðið of lágt. „Ég reyni að jafna út þeim gæðum sem ég hef í starfinu til að láta hlutina bitna sem minnst á nemendum. En hópar nemenda í kennslu verða stærri og einstaklingsbundin þjónusta minni,“ segir Þorsteinn. Skólastjórinn segir niðurskurðinn líka ná til sérkennslu. „Ég vil meina að sérkennsla í Reykjavík hafi á síðasta ári verið skorin beint niður um 20 prósent. Með boðun um yfirfærslu á halla og frekari niðurskurði spyr maður sig á hvaða leið við erum.“ Frá 2008 hefur ekki fengist fjárveiting til að endurnýja áhöld og tæki að því er Þorsteinn greinir frá. Grunnskólar hafa almennt ekki fengið úthlutað fé til búnaðarkaupa í mörg ár, fyrir utan tölvukost.Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla.vísir/vilhelm„Þetta hefur auðvitað áhrif á aðstöðuna. Hún er víða töluvert bágborin,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Ingunnarskóla og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Guðlaug getur þess að margir skólar hafi ekki náð utan um reksturinn, eins og hún orðar það. „Þjónustan hefur kallað á meiri fjármuni en hefur verið úthlutað. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við náum ekki utan um starfið eins og við viljum hafa það. Það er til dæmis minni sveigjanleiki til að hafa fámennari hópa í kennslu.“ Guðlaug segir unnið að nýju líkani sem úthluta á eftir. „Okkur finnst að það eigi að klára þá vinnu áður en við tökum á okkur halla á milli ára. Reksturinn er misþungur eftir skólagerðum.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira