Veittu 25 milljónum til hjálparstarfs í Grikklandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 17:01 Flóttamenn í Grikklandi. Vísir/EPA Rauði krossinn á Íslandi veitti í dag 25 milljónum króna til hjálparstarfs á Grikklandi. Það var gert eftir kall Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna neyðarástands sem ríkir þar vegna flóttamannavandans svokallaða. Þá veittu samtökin hjálparstarfið einnig um 13 milljónir króna í nóvember. Heildarupphæðin til hjálparstafs í Grikklandi er því 38 milljónir. „Í þetta sinn er það ekki síst fyrir framlag utanríkisráðuneytisins sem gerir Rauða krossinum kleift að styðja hjálparstarfið sem veitir fjölda flóttafólks lífsnauðsynlega aðstoð,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. „Ástandið í Grikklandi hefur lengi verið mjög slæmt og fjárhagslegt bolmagn Rauða krossins í Grikklandi er mjög takmarkað vegna mikils álags. Árið 2010 ákváðu íslensk stjórnvöld að hætta að endursenda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.“ Þá kemur enn fremur fram að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að á þeim tæpa mánuði sem liðinn er af árinu 2016 hafi yfir 44.000 flóttamenn komist að ströndum Evrópu eftir hættuför yfir Miðjarðarhafið. Flestir þeirra koma að landi í Grikklandi. Brýnustu verkefnin sem liggja fyrir starfsfólki og sjálfboðaliðum gríska Rauða krossins er dreifing vatns, matvæla og hreinlætispakka. Þá er flóttafólki veitt gunnheilbrigðisþjónusta og flóttafólk aðstoðað við að komast í samband við viðskila ættingja og ástvini. Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands fór sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins til Grikklands í nóvember síðastliðnum. Hann starfaði í flóttamannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu. Helstu verkefni hans voru að veita flóttafólki sem fer um búðirnar sálfélagslegan stuðning auk þess sem hann þjálfaði sjálfboðaliða gríska Rauða krossins í að veita sálfélagslegan stuðning. Á morgun, fimmtudaginn 28. janúar kl. 8:30 – 9:30 mun Páll kynna aðkomu sína að hjálparstarfinu. Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi veitti í dag 25 milljónum króna til hjálparstarfs á Grikklandi. Það var gert eftir kall Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna neyðarástands sem ríkir þar vegna flóttamannavandans svokallaða. Þá veittu samtökin hjálparstarfið einnig um 13 milljónir króna í nóvember. Heildarupphæðin til hjálparstafs í Grikklandi er því 38 milljónir. „Í þetta sinn er það ekki síst fyrir framlag utanríkisráðuneytisins sem gerir Rauða krossinum kleift að styðja hjálparstarfið sem veitir fjölda flóttafólks lífsnauðsynlega aðstoð,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. „Ástandið í Grikklandi hefur lengi verið mjög slæmt og fjárhagslegt bolmagn Rauða krossins í Grikklandi er mjög takmarkað vegna mikils álags. Árið 2010 ákváðu íslensk stjórnvöld að hætta að endursenda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.“ Þá kemur enn fremur fram að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að á þeim tæpa mánuði sem liðinn er af árinu 2016 hafi yfir 44.000 flóttamenn komist að ströndum Evrópu eftir hættuför yfir Miðjarðarhafið. Flestir þeirra koma að landi í Grikklandi. Brýnustu verkefnin sem liggja fyrir starfsfólki og sjálfboðaliðum gríska Rauða krossins er dreifing vatns, matvæla og hreinlætispakka. Þá er flóttafólki veitt gunnheilbrigðisþjónusta og flóttafólk aðstoðað við að komast í samband við viðskila ættingja og ástvini. Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands fór sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins til Grikklands í nóvember síðastliðnum. Hann starfaði í flóttamannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu. Helstu verkefni hans voru að veita flóttafólki sem fer um búðirnar sálfélagslegan stuðning auk þess sem hann þjálfaði sjálfboðaliða gríska Rauða krossins í að veita sálfélagslegan stuðning. Á morgun, fimmtudaginn 28. janúar kl. 8:30 – 9:30 mun Páll kynna aðkomu sína að hjálparstarfinu. Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira