Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 20:24 Metfjöldi hælisleitanda leitaði til Íslands í fyrra. mynd/rósa björk / vísir/getty Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira