Innlent

Hvergi fleiri á internetinu en á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty

98 prósent Íslendinga hafa aðgang að internetinu og er það hæsta hlutfall heimsins. Þetta kemur fram í rannsókn breska fyrirtækisins We Are Social. Rétt á hæla okkar koma Bermúda og Noregur með 97 og 96 prósent.

Ísland trónir á toppnum. Mynd/We Are Social

Aftur á móti hafa eingöngu sjö þúsund manns í Norður-Kóreu aðgang að internetinu, sem samsvarar um 0,03 prósentum þjóðarinnar. Rannsóknin nær til landa þar sem íbúar eru 50 þúsund eða fleiri.

Rannsókninni, sem er gerð árlega, er ætlað að varpa ljósi á internetnotkun jarðarbúa. Allt í allt hafa um 3,42 milljarðar manna aðgang að internetinu, sem samsvarar um 46 prósentum. Rétt rúmur helmingur hefur aðgang að farsímum, eða 51 prósent og um 2,3 milljarðar manna eru virkir á samfélagsmiðlum.

Sé litið til netnotkunar á heimsvísu er hlutfall íbúa sem hafa aðgengi að internetinu afgerandi hæst í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu, eða 88 og 83 prósent. Þar á eftir er Eyjaálfa með 68 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.