Menntaskólinn á Akureyri breytir um takt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2016 14:30 Stefnt er að því að færa skólaár skólans í takt við aðra skóla landsins. Skiptar skoðanir eru á meðal kennara skólans á breytingunni. Mynd/Kristján J. Kristjánsson Breytinga er að vænta á skólaári Menntaskólans á Akureyri en stefnt er að því að færa skóladagatal skólans nær dagatölum annarra framhaldsskóla landsins. Um árabil hefur Menntaskólinn á Akureyri haft sérstöðu meðal annarra skóla hvað þetta varðar. Menntaskólinn á Akureyri er skóli mikilla hefða og því sætir tíðindum að gerðar verði breytingar á skólaárinu. Frá árinu 1930 hefur skólinn stuðst við annað skóladagatal en aðrir framhaldsskólar landsins. Um árabil stóð skólaárið yfir frá 1. október til 17. júní en undanfarin ár hefur skólinn hafist um miðjan september og staðið til 17. júní. Lengi hefur verið rætt um að færa skólaárið í takt við aðra skóla en ekkert hefur orðið af því þar til nú. Stefnt er að því að á næsta ári verði skólinn settur 29. ágúst og að honum ljúki um mánaðarmótin maí/júní. Það þýðir að haustannarprófin sem hingað til hafa verið haldin eftir áramót færast nú fyrir jól. Í samtali við Vísi sagði Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri, að breytingin hafi verið kynnt á starfsmannafundi á miðvikudaginn. Hún viðurkennir að skiptar skoðanir séu á fyrirhugaðri breytingu. „Margir sjá kosti og galla við hvoru tveggja og það eru ólíkar skoðanir á þessu,“ sagði Sigurlaug Anna. „Það hefur alltaf verið hópur kennara sem hefur viljað breyta þessu en svo hafa verið aðrir sem vilja hafa þetta óbreytt . Ég held að allir muni nú laga sig að breyttu skóladagatali og sjá kostina við þetta.“Stefnt að því að brautskráning nemenenda verði áfram haldin 17.júní Ekki er búið að kynna málið fyrir nemendum sem eru nú í fríi eftir haustannarprófin. Sigurlaug Anna reiknar með að skólameistari muni kynna breytingarnar fyrir þeim þegar þeir snúa til baka. Hún segir að skólayfirvöld hafi gert viðhorfskönnun á meðal nemenda og að fulltrúi nemenda sitji í skólanefnd þar sem ákvörðunin var tekin. Menntaskólinn hefur brautskráð nemendur sínar á þjóðhátíðardag Íslendinga þann 17. júní og í tengslum við hana er um hvert ár haldin mikil skólahátíð þar sem gamlir nemendur koma saman og rifja upp gamla tíma. Sigurlaug Anna segir að fátt sé því til fyrirstöðu að halda áfram að brautskrá nemendur 17. júní hvert ár. „Við stefnum að því að skólahátíðin og brautskráningin verði áfram haldin 17. júní. Nemendur ljúka þá skólanum um mánaðarmótin maí/júní og það er þá ekki langt í 17. júní. Við stefnum því að því að þetta verði allt á sama stað og á sama tíma og venjulega,“ segir Sigurlaug Anna. Breytingin á skólaárinu er gerð í tengslum við stærri breytingar á skólastarfi skólans en frá og með næsta ári er stefnt að því að nemendur skólans hafi kost á því að útskrifast á þremur árum líkt og útlistað er hér á heimasíðu skólans. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Breytinga er að vænta á skólaári Menntaskólans á Akureyri en stefnt er að því að færa skóladagatal skólans nær dagatölum annarra framhaldsskóla landsins. Um árabil hefur Menntaskólinn á Akureyri haft sérstöðu meðal annarra skóla hvað þetta varðar. Menntaskólinn á Akureyri er skóli mikilla hefða og því sætir tíðindum að gerðar verði breytingar á skólaárinu. Frá árinu 1930 hefur skólinn stuðst við annað skóladagatal en aðrir framhaldsskólar landsins. Um árabil stóð skólaárið yfir frá 1. október til 17. júní en undanfarin ár hefur skólinn hafist um miðjan september og staðið til 17. júní. Lengi hefur verið rætt um að færa skólaárið í takt við aðra skóla en ekkert hefur orðið af því þar til nú. Stefnt er að því að á næsta ári verði skólinn settur 29. ágúst og að honum ljúki um mánaðarmótin maí/júní. Það þýðir að haustannarprófin sem hingað til hafa verið haldin eftir áramót færast nú fyrir jól. Í samtali við Vísi sagði Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri, að breytingin hafi verið kynnt á starfsmannafundi á miðvikudaginn. Hún viðurkennir að skiptar skoðanir séu á fyrirhugaðri breytingu. „Margir sjá kosti og galla við hvoru tveggja og það eru ólíkar skoðanir á þessu,“ sagði Sigurlaug Anna. „Það hefur alltaf verið hópur kennara sem hefur viljað breyta þessu en svo hafa verið aðrir sem vilja hafa þetta óbreytt . Ég held að allir muni nú laga sig að breyttu skóladagatali og sjá kostina við þetta.“Stefnt að því að brautskráning nemenenda verði áfram haldin 17.júní Ekki er búið að kynna málið fyrir nemendum sem eru nú í fríi eftir haustannarprófin. Sigurlaug Anna reiknar með að skólameistari muni kynna breytingarnar fyrir þeim þegar þeir snúa til baka. Hún segir að skólayfirvöld hafi gert viðhorfskönnun á meðal nemenda og að fulltrúi nemenda sitji í skólanefnd þar sem ákvörðunin var tekin. Menntaskólinn hefur brautskráð nemendur sínar á þjóðhátíðardag Íslendinga þann 17. júní og í tengslum við hana er um hvert ár haldin mikil skólahátíð þar sem gamlir nemendur koma saman og rifja upp gamla tíma. Sigurlaug Anna segir að fátt sé því til fyrirstöðu að halda áfram að brautskrá nemendur 17. júní hvert ár. „Við stefnum að því að skólahátíðin og brautskráningin verði áfram haldin 17. júní. Nemendur ljúka þá skólanum um mánaðarmótin maí/júní og það er þá ekki langt í 17. júní. Við stefnum því að því að þetta verði allt á sama stað og á sama tíma og venjulega,“ segir Sigurlaug Anna. Breytingin á skólaárinu er gerð í tengslum við stærri breytingar á skólastarfi skólans en frá og með næsta ári er stefnt að því að nemendur skólans hafi kost á því að útskrifast á þremur árum líkt og útlistað er hér á heimasíðu skólans.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira