Gönguskíði aldrei vinsælli á Íslandi Guðrún Ansnes skrifar 11. janúar 2016 06:00 Talið er að um fimm til sex hundruð manns hafi verið á gönguskíðum í gær í Bláfjöllum. Fréttablaðið/Anton „Bara í gær höfðu um hundrað og tuttugu manns skrifað í gestabókina hjá mér, sem er bara brot þeirra sem fóru á gönguskíði. Ég myndi telja að allt í allt hafi verið á bilinu fimm til sexhundruð manns á gönguskíðum hérna í gær,“ segir Þóroddur um þá stemningu sem ríkti í Bláfjöllum í gær þar sem lagt var þrettán kílómetra spor uppá heiði, sem telst nokkuð óvenjulegt, en allajafna er fjögurra kílómetra spor látið duga.„Þetta er mjög greinileg sprengiþróun, það er nánast fullt á öll námskeið hjá okkur, og við erum með í það heila um hundrað og tuttugu manns á námskeiðum núna,“ bendir Þóroddur á, og segir fjölda meðlima í félaginu nú á fyrstu vikum ársins fjórðungi meiri en á öllu síðasta ári. Auður Kristín Ebenesersdóttir skíðakennari tekur undir með Þóroddi. „Við ætluðum bara að vera einu sinni með námskeið, þá tíu til tólf manns á hvorn kennara, en urðum sífellt að bæta við og enduðum með hundrað manns, og þannig tíu hópa.“ Aðspurð um hvers vegna íþróttin sé jafn vinsæl nú og raun ber vitni, nefna þau bæði fjölíþróttaverkefnið Landvættinn, sem sífellt fleiri taki þátt í en þar sé 50 kílómetra skíðaganga og segja íslendinga iðulega ætla sér allt eða ekkert.Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánFriðrika Hjördís Geirsóttir er ein þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á gönguskíðum. „Ég hef ekki verið áður á gönguskíðum en ætla að taka Landvættinn í ár, svo ég er komin á fullt,“ útskýrir hún og segir greinilegt að sífellt fleiri hafi áhuga á slíkum þrekraunum hér á landi. „Ég fann að nú var rétti tíminn í mínu lífi, en ég æfi með skemmtilegu fólki sem ætlar sér allt að fara í Landvættinn, en við vorum upphaflega saman í hjólahóp og fjallgönguhóp og svo nú þetta. Ég held að fólk sé alltaf að leita að nýjum leiðum til að hreyfa sig og að áskorunum.“ Til að hljóta titilinn Landvætturinn verður viðkomandi að ljúka tilteknum raunum í öllum landshlutum á innan við tólf mánuðum. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Bara í gær höfðu um hundrað og tuttugu manns skrifað í gestabókina hjá mér, sem er bara brot þeirra sem fóru á gönguskíði. Ég myndi telja að allt í allt hafi verið á bilinu fimm til sexhundruð manns á gönguskíðum hérna í gær,“ segir Þóroddur um þá stemningu sem ríkti í Bláfjöllum í gær þar sem lagt var þrettán kílómetra spor uppá heiði, sem telst nokkuð óvenjulegt, en allajafna er fjögurra kílómetra spor látið duga.„Þetta er mjög greinileg sprengiþróun, það er nánast fullt á öll námskeið hjá okkur, og við erum með í það heila um hundrað og tuttugu manns á námskeiðum núna,“ bendir Þóroddur á, og segir fjölda meðlima í félaginu nú á fyrstu vikum ársins fjórðungi meiri en á öllu síðasta ári. Auður Kristín Ebenesersdóttir skíðakennari tekur undir með Þóroddi. „Við ætluðum bara að vera einu sinni með námskeið, þá tíu til tólf manns á hvorn kennara, en urðum sífellt að bæta við og enduðum með hundrað manns, og þannig tíu hópa.“ Aðspurð um hvers vegna íþróttin sé jafn vinsæl nú og raun ber vitni, nefna þau bæði fjölíþróttaverkefnið Landvættinn, sem sífellt fleiri taki þátt í en þar sé 50 kílómetra skíðaganga og segja íslendinga iðulega ætla sér allt eða ekkert.Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánFriðrika Hjördís Geirsóttir er ein þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á gönguskíðum. „Ég hef ekki verið áður á gönguskíðum en ætla að taka Landvættinn í ár, svo ég er komin á fullt,“ útskýrir hún og segir greinilegt að sífellt fleiri hafi áhuga á slíkum þrekraunum hér á landi. „Ég fann að nú var rétti tíminn í mínu lífi, en ég æfi með skemmtilegu fólki sem ætlar sér allt að fara í Landvættinn, en við vorum upphaflega saman í hjólahóp og fjallgönguhóp og svo nú þetta. Ég held að fólk sé alltaf að leita að nýjum leiðum til að hreyfa sig og að áskorunum.“ Til að hljóta titilinn Landvætturinn verður viðkomandi að ljúka tilteknum raunum í öllum landshlutum á innan við tólf mánuðum.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira