Styðja áfram aðgerðir gegn Rússum Höskuldur Kári Schram skrifar 12. janúar 2016 19:16 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segja að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússum. Skýrsla sem gerð var fyrir samráðshóp stjórnvalda og sjávarútvegsins til að meta tjón vegna innflutningsbanns Rússa var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en skýrslan var gerð opinber í dag. Rússar settu innflutningsbann á íslenskar vörur í fyrra til að svara þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja efnahagsþvinganir Bandaríkjamanna og ESB-ríkja gagnvart Rússlandi. Forystumenn sjávarútvegsins hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi í málinu og kallað eftir því að Ísland hætti að styðja þessar aðgerðir. Að mati skýrsluhöfunda gæti tjónið orðið umtalsvert og hlaupið á þremur til átján milljörðum króna á næstu þremur árum. Hins vegar eru margir óvissuþættir, meðal annars hvað varðar áhrif efnahagslægðarinnar í Rússlandi á eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum og þróun markaða almennt. Skýrsluhöfundar telja þó ljóst að innflutningsbann Rússa komi hlutfallslega verst niður á Íslendingum miðað við aðrar þjóðir sem bannið nær til.Afstaða ríkisstjórnarinnar óbreytt Gunnar Bragi segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að styðja áfram efnahagsþvinganir gegn Rússum.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu.Vísir/Vilhelm„Skýrslan sjálf breytir engu varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Gunnar Bragi. „Hún sýnir hins vegar þær tölur sem þarna eru í húfi. Þetta eru ekki fjörutíu milljarðar, eins og haldið var fram í upphafi. Þetta eru á bilinu sex til tólf milljarðar en auðvitað getur það eitthvað rokkað til. Allavega er ljóst að mögulegt tap er minna en menn héldu fram í upphafi. Engu að síður eru þarna milljarðar í húfi.“ Því hafi afstaða ríkisstjórnarinnar til málsins ekki breyst. „Okkar lög varðandi efnahagsþvinganir eru þannig að þegar það eru einu sinni búið að setja slík lög eða samþykkja slíkar þvinganir þá gilda þær þangað til ákvörðun hefur verið tekin um annað. Það hefur ekki komið fram nein slík tillaga um að hætta að styðja þessar þvinganir. Þvert á móti tel ég að það sé einhugur um að halda þeim áfram, “ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu. „Það er augljóst að þetta hefur umtalsverð áhrif á einstaka byggðir,“ segir Sigurður. „Í því sambandi hafa Vopnafjörður og Djúpivogur verið nefndir. Ég tel að við verðum að skoða það mjög alvarlega hvort að við stjórnvöld þurfum ekki að koma þar til móts.“ Hann segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu sammála því að halda áfram að styðja aðgerðirnar gegn Rússum. Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segja að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússum. Skýrsla sem gerð var fyrir samráðshóp stjórnvalda og sjávarútvegsins til að meta tjón vegna innflutningsbanns Rússa var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en skýrslan var gerð opinber í dag. Rússar settu innflutningsbann á íslenskar vörur í fyrra til að svara þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja efnahagsþvinganir Bandaríkjamanna og ESB-ríkja gagnvart Rússlandi. Forystumenn sjávarútvegsins hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi í málinu og kallað eftir því að Ísland hætti að styðja þessar aðgerðir. Að mati skýrsluhöfunda gæti tjónið orðið umtalsvert og hlaupið á þremur til átján milljörðum króna á næstu þremur árum. Hins vegar eru margir óvissuþættir, meðal annars hvað varðar áhrif efnahagslægðarinnar í Rússlandi á eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum og þróun markaða almennt. Skýrsluhöfundar telja þó ljóst að innflutningsbann Rússa komi hlutfallslega verst niður á Íslendingum miðað við aðrar þjóðir sem bannið nær til.Afstaða ríkisstjórnarinnar óbreytt Gunnar Bragi segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að styðja áfram efnahagsþvinganir gegn Rússum.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu.Vísir/Vilhelm„Skýrslan sjálf breytir engu varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Gunnar Bragi. „Hún sýnir hins vegar þær tölur sem þarna eru í húfi. Þetta eru ekki fjörutíu milljarðar, eins og haldið var fram í upphafi. Þetta eru á bilinu sex til tólf milljarðar en auðvitað getur það eitthvað rokkað til. Allavega er ljóst að mögulegt tap er minna en menn héldu fram í upphafi. Engu að síður eru þarna milljarðar í húfi.“ Því hafi afstaða ríkisstjórnarinnar til málsins ekki breyst. „Okkar lög varðandi efnahagsþvinganir eru þannig að þegar það eru einu sinni búið að setja slík lög eða samþykkja slíkar þvinganir þá gilda þær þangað til ákvörðun hefur verið tekin um annað. Það hefur ekki komið fram nein slík tillaga um að hætta að styðja þessar þvinganir. Þvert á móti tel ég að það sé einhugur um að halda þeim áfram, “ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu. „Það er augljóst að þetta hefur umtalsverð áhrif á einstaka byggðir,“ segir Sigurður. „Í því sambandi hafa Vopnafjörður og Djúpivogur verið nefndir. Ég tel að við verðum að skoða það mjög alvarlega hvort að við stjórnvöld þurfum ekki að koma þar til móts.“ Hann segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu sammála því að halda áfram að styðja aðgerðirnar gegn Rússum.
Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04
Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47