Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 17:47 Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Vísir/Óskar Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála. Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála.
Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04
Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03