Stjórnarþingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 10:29 Karl Garðarsson og Elín Hirst virðast ekki hafa verið hrifin af Stundarskaupinu sem sýnt var á RÚV á gamlársdag. vísir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. Þingmennirnir rita aðsenda grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Friðhelgin rofin.“ Í greininni segja þingmennirnir að í Stundarskaupinu hafi verið innslög sem hafi litast mjög af pólitískum áróðri, „en áttu á sama tíma lítið sem ekkert skylt við barnaefni.“ Elín og Karl taka dæmi af innslögum sem þau telja að hafi verið til þess fallin að koma þeim skilaboðum til barna að ríkjandi valdhöfum væri „ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.“ „Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis¬útvarpsins í fyrra. [...] Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja þingmennirnir í grein sinni. Að mati Elínar og Karls hefur RÚV „með þessu áróðursbragði“ rofið það sem þau kalla „friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.“ Þess vegna kalla þingmennirnir eftir því að stjórnendur og starfsmenn RÚV svari því hvort að þeirra mati sé ásættanlegt „að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess.“ Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson er umsjónarmaður Stundarinnar okkar og skrifaði hann handritið að Stundarskaupinu ásamt þeim Braga Þór Hinrikssyni, sem var leikstjóri þáttarins, og Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi. Þáttinn má sjá hér. Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. Þingmennirnir rita aðsenda grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Friðhelgin rofin.“ Í greininni segja þingmennirnir að í Stundarskaupinu hafi verið innslög sem hafi litast mjög af pólitískum áróðri, „en áttu á sama tíma lítið sem ekkert skylt við barnaefni.“ Elín og Karl taka dæmi af innslögum sem þau telja að hafi verið til þess fallin að koma þeim skilaboðum til barna að ríkjandi valdhöfum væri „ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.“ „Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis¬útvarpsins í fyrra. [...] Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja þingmennirnir í grein sinni. Að mati Elínar og Karls hefur RÚV „með þessu áróðursbragði“ rofið það sem þau kalla „friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.“ Þess vegna kalla þingmennirnir eftir því að stjórnendur og starfsmenn RÚV svari því hvort að þeirra mati sé ásættanlegt „að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess.“ Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson er umsjónarmaður Stundarinnar okkar og skrifaði hann handritið að Stundarskaupinu ásamt þeim Braga Þór Hinrikssyni, sem var leikstjóri þáttarins, og Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi. Þáttinn má sjá hér.
Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00