Friðhelgin rofin Karl Garðarsson og Elín Hirst skrifar 13. janúar 2016 07:00 Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. Það er einfaldlega svo að börn hafa oft ekki þroska eða getu til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og enn síður til að meta það samhengi pólitískur áróður er settur fram í. Þessi hugsanaháttur – um friðhelgi barna gegn pólitískum áróðri ríkisins, sést til að mynda glögglega í íslensku menntakerfi. Fram til þessa hefur verið talið mikilvægt að menntun sé óhlutdræg og byggi á rökhyggju og vísindalegri þekkingu og sé að sama skapi ósnert af starfsemi og hugmyndafræði stjórnmálasamtaka. Það er vel, en í því samhengi ber þó að halda því til haga að ýmsir hópar innan stjórnmálanna hafa sótt mjög að þessari friðhelgi undanfarin ár og krafist þess að sinni hugmyndafræði verði fundinn staður innan skólakerfisins.Pólitísk slagsíða fær byr undir báða vængi Þessi friðhelgi hefur fram til þessa gilt um starfsemi Ríkisútvarpsins – í það minnsta hvað börn snertir, enda hvílir á stofnuninni lagaskylda um hlutlægni og sanngirni. Hér er því ekki haldið fram að valdhafar hverju sinni þurfi ekki að þola neina gagnrýni, eða jafnvel háð, enda hvílir einnig á Ríkisútvarpinu skylda um að rýna störf yfirvalda á vandaðan og gagnrýninn hátt. Allir þurfa þó að fá að njóta sannmælis, en það er önnur og ólík umræða. Í gegnum tíðina hafa loðað við Ríkisútvarpið kenningar um pólitíska slagsíðu í starfsemi þess. Það er óhætt að segja að þær hafi fengið byr undir báða vængi á gamlársdag. Í barnaþættinum Stundinni okkar gaf að sjá nokkur innslög sem lituðust mjög af pólitískum áróðri, en áttu á sama tíma á lítið sem ekkert skylt við barnaefni. Þátturinn er tilefni þessara skrifa.Óásættanlegur áróður á barnatíma Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkisútvarpsins í fyrra. Í barnatímanum var þeim skilaboðum komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins. Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða -flokkar eru þar gerðir að bitbeini. Börn eru móttækileg fyrir skilaboðum sem þau hafa ekki fullar forsendur til að gaumgæfa á gagnrýninn hátt. Þetta endurspeglast til dæmis í því að ýmsar tegundir auglýsinga eru bannaðar á barnatíma, einmitt vegna þess hve móttækileg börn eru fyrir þeim.Hlustendur verðskulda svör Ríkisútvarpið rauf með þessu áróðursbragði sínu friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum. Við köllum hér með eftir því að stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins svari því með afgerandi hætti hvort þau telji ásættanlegt að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess. Hlustendur Ríkisútvarpsins, og ekki síður foreldrar, verðskulda svar við því hver afstaða stofnunarinnar er til slíks áróðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. Það er einfaldlega svo að börn hafa oft ekki þroska eða getu til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og enn síður til að meta það samhengi pólitískur áróður er settur fram í. Þessi hugsanaháttur – um friðhelgi barna gegn pólitískum áróðri ríkisins, sést til að mynda glögglega í íslensku menntakerfi. Fram til þessa hefur verið talið mikilvægt að menntun sé óhlutdræg og byggi á rökhyggju og vísindalegri þekkingu og sé að sama skapi ósnert af starfsemi og hugmyndafræði stjórnmálasamtaka. Það er vel, en í því samhengi ber þó að halda því til haga að ýmsir hópar innan stjórnmálanna hafa sótt mjög að þessari friðhelgi undanfarin ár og krafist þess að sinni hugmyndafræði verði fundinn staður innan skólakerfisins.Pólitísk slagsíða fær byr undir báða vængi Þessi friðhelgi hefur fram til þessa gilt um starfsemi Ríkisútvarpsins – í það minnsta hvað börn snertir, enda hvílir á stofnuninni lagaskylda um hlutlægni og sanngirni. Hér er því ekki haldið fram að valdhafar hverju sinni þurfi ekki að þola neina gagnrýni, eða jafnvel háð, enda hvílir einnig á Ríkisútvarpinu skylda um að rýna störf yfirvalda á vandaðan og gagnrýninn hátt. Allir þurfa þó að fá að njóta sannmælis, en það er önnur og ólík umræða. Í gegnum tíðina hafa loðað við Ríkisútvarpið kenningar um pólitíska slagsíðu í starfsemi þess. Það er óhætt að segja að þær hafi fengið byr undir báða vængi á gamlársdag. Í barnaþættinum Stundinni okkar gaf að sjá nokkur innslög sem lituðust mjög af pólitískum áróðri, en áttu á sama tíma á lítið sem ekkert skylt við barnaefni. Þátturinn er tilefni þessara skrifa.Óásættanlegur áróður á barnatíma Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkisútvarpsins í fyrra. Í barnatímanum var þeim skilaboðum komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins. Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða -flokkar eru þar gerðir að bitbeini. Börn eru móttækileg fyrir skilaboðum sem þau hafa ekki fullar forsendur til að gaumgæfa á gagnrýninn hátt. Þetta endurspeglast til dæmis í því að ýmsar tegundir auglýsinga eru bannaðar á barnatíma, einmitt vegna þess hve móttækileg börn eru fyrir þeim.Hlustendur verðskulda svör Ríkisútvarpið rauf með þessu áróðursbragði sínu friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum. Við köllum hér með eftir því að stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins svari því með afgerandi hætti hvort þau telji ásættanlegt að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess. Hlustendur Ríkisútvarpsins, og ekki síður foreldrar, verðskulda svar við því hver afstaða stofnunarinnar er til slíks áróðurs.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun