Bónorðið skriflegt Vera Einarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 12:00 Bryndís kynntist unnustanum á Tinder. Hún var ekki á höttunum eftir unnusta og bjóst aldrei við að enda trúlofuð með tattú ári síðar. MYND/GVA Bryndís Eva Ásmundsdóttir hefur vakið athygli fyrir skopleg pistlaskrif. Hún bað unnusta síns, Sigurðar Eggertssonar, á fjallstoppi í Bogotá í fyrra. Trúlofunarhringarnir nást aldrei af. Bryndís játaði fyrir sjálfri sér og umheiminum ekki alls fyrir löngu að hana langaði til að starfa við skriftir. Skömmu síðar vann hún nafnlausa pistlahöfundakeppni hjá Kjarnanum og hafa pistlar hennar fengið góðar undirtektir. Bryndís stundar nám í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með handboltamanninum Sigurði Eggertssyni, á fjögur börn úr ýmsum áttum og sex ketti. „Það er alltaf skrýtin lykt heima hjá mér,“ fullyrðir Bryndís. Hún sækir innblástur í pistlana í námið sem hún segir espa upp í sér alls kyns dellu og kryddar með sögum úr daglegu lífi og góðri kímnigáfu. Aðspurð segist Bryndís alls ekki hafa fengist lengi við skriftir. „Ég bloggaði á yngri árum þegar allir voru með blogg á blogcentral.com. Ég las þau skrif um daginn með vöðvakrampa af kjánahrolli. Ég hvet þó alla til að prófa að skrifa, ekki síst börn og unglinga. Það er heilandi og skemmtilegt. Í mínum huga er málið að taka sig ekki of alvarlega.“ En hvernig kom þá til að þú fórst að skrifa pistla? „Kjarninn auglýstu eftir pennum síðastliðið sumar. Örfáum dögum áður sat ég uppi á þaki í Medellín með vinkonu minn og játaði í fyrsta sinn upphátt að mig langaði til að starfa við skriftir. Svona er heimurinn. Þú orðar þér líf. Þegar ég sá auglýsinguna ákvað ég því að slá til og var fengin til starfa.“Bryndís og Sigurður hafa verið saman í á annað ár. þau eiga fjögur börn úr ýmsum áttum og sex ketti.Galdurinn að slaka á Bryndís er kennari að mennt og kenndi samfélagsfræði áður en hún hóf nám í menningarfræði. Hún segir námið veita sér innblástur við skrifin í bland við daglegt amstur. Einn pistillinn fjallar um áskoranir sem fylgja því að vera í samsettri fjölskyldu en hún og Sigurður hafa verið saman í á annað ár og eiga börn á aldrinum 5 til 14 ára. Í pistlinum lýsir hún á skoplegan hátt hvernig lá við hamförum í upphafi sambúðar, veltir upp hugtökunum við og okkar og tengir við umræðuna um flóttamenn. En hvernig gengur í dag? „Bara prýðilega flesta daga. Galdurinn er að slaka á og leyfa öllum að vera eins og þeir eru, vera sveigjanlegur og fagna því fremur en hitt þegar lífið tekur nýja stefnu. Svo eigum við reyndar svo ótrúleg börn að það er svindl.“Tattúveruð trúlofunararmbönd Bryndís og Sigurður kynntust í ævintýraveröld Tinder. „Ég var hreint ekki á höttunum eftir unnusta og það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi ári síðar enda tattúveruð með þessum handboltatappa sem ég „matchaði“ í góðu glensi. Hann reyndist svo bara hinn mesti fengur, öllum að óvörum.“ Bryndís og Sigurður trúlofuðu sig á fjallstoppi í Bogotá í Kólumbíu síðasta sumar. „Ég bað hans. Skriflega að sjálfsögðu,“ segir Bryndís og fóru þau turtildúfurnar að því búnu niður af fjallinu og fengu sér tattúveruð trúlofunararmbönd á úlnliðina. „Þau nást aldrei af,“ segir Bryndís sposk.Trúlofunararmböndin nást aldrei af.Veik fyrir jólahúsum Í öðrum pistli játar Bryndís því að hafa verið í neyslu á hvers kyns veraldlegum óþarfa en hafi hin síðari misseri reynt að halda sig frá henni. Hvernig gengur? Áttu einhver ráð handa okkur hinum? „Flesta daga gengur ágætlega. Minn akkillesarhæll er þó jólaskraut, sér í lagi lítil jólahús. Ég þarf að lyfja mig niður áður en ég fer inn í Blómaval í desember og finnst ég aldrei eiga nógu mikið eða vandað jólaskraut. Siggi er ósammála. Lykillinn er kannski bara að hugsa málin í gegn og gefa sér sólarhring eða svo. Ef þig langar enn að kaupa þér átjánda jólahúsið daginn eftir skaltu gera það.“ Bryndís hefur líka varað við keppnisíþróttum sem vekur athygli í ljósi þess að unnustinn var um tíma atvinnumaður í handbolta. „Þessi pistill var að töluverðu leyti grín, en þó hreint ekki að öllu leyti. Siggi píndi mig til að birta hann sem espaði reiða karlmenn hvarvetna upp á móti mér (og kannski var það tilgangurinn). Mér þykir þó gott og gaman að atast í helgum þjóðernishjúpuðum hetuvéum og tókst það með sanni.“Er ekki uppistandari En hver er stefnan. Á að skrifa bók? „Ég er afar stefnulaus kona og vantreysti pínulítið fólki sem stefnir eitthvert. Ég reyni bara að segja já við sem flestu og taka alls kyns nýjum og skrítnum tækifærum fagnandi. Þó hefur aðeins borið á því í kjölfar pistlanna að menn haldi að ég sé uppistandari. Það er ég hreint ekki svo ég segi nei við því, blessunarlega fyrir alla.“ Litskrúðugt fjölskyldulíf. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Bryndís Eva Ásmundsdóttir hefur vakið athygli fyrir skopleg pistlaskrif. Hún bað unnusta síns, Sigurðar Eggertssonar, á fjallstoppi í Bogotá í fyrra. Trúlofunarhringarnir nást aldrei af. Bryndís játaði fyrir sjálfri sér og umheiminum ekki alls fyrir löngu að hana langaði til að starfa við skriftir. Skömmu síðar vann hún nafnlausa pistlahöfundakeppni hjá Kjarnanum og hafa pistlar hennar fengið góðar undirtektir. Bryndís stundar nám í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með handboltamanninum Sigurði Eggertssyni, á fjögur börn úr ýmsum áttum og sex ketti. „Það er alltaf skrýtin lykt heima hjá mér,“ fullyrðir Bryndís. Hún sækir innblástur í pistlana í námið sem hún segir espa upp í sér alls kyns dellu og kryddar með sögum úr daglegu lífi og góðri kímnigáfu. Aðspurð segist Bryndís alls ekki hafa fengist lengi við skriftir. „Ég bloggaði á yngri árum þegar allir voru með blogg á blogcentral.com. Ég las þau skrif um daginn með vöðvakrampa af kjánahrolli. Ég hvet þó alla til að prófa að skrifa, ekki síst börn og unglinga. Það er heilandi og skemmtilegt. Í mínum huga er málið að taka sig ekki of alvarlega.“ En hvernig kom þá til að þú fórst að skrifa pistla? „Kjarninn auglýstu eftir pennum síðastliðið sumar. Örfáum dögum áður sat ég uppi á þaki í Medellín með vinkonu minn og játaði í fyrsta sinn upphátt að mig langaði til að starfa við skriftir. Svona er heimurinn. Þú orðar þér líf. Þegar ég sá auglýsinguna ákvað ég því að slá til og var fengin til starfa.“Bryndís og Sigurður hafa verið saman í á annað ár. þau eiga fjögur börn úr ýmsum áttum og sex ketti.Galdurinn að slaka á Bryndís er kennari að mennt og kenndi samfélagsfræði áður en hún hóf nám í menningarfræði. Hún segir námið veita sér innblástur við skrifin í bland við daglegt amstur. Einn pistillinn fjallar um áskoranir sem fylgja því að vera í samsettri fjölskyldu en hún og Sigurður hafa verið saman í á annað ár og eiga börn á aldrinum 5 til 14 ára. Í pistlinum lýsir hún á skoplegan hátt hvernig lá við hamförum í upphafi sambúðar, veltir upp hugtökunum við og okkar og tengir við umræðuna um flóttamenn. En hvernig gengur í dag? „Bara prýðilega flesta daga. Galdurinn er að slaka á og leyfa öllum að vera eins og þeir eru, vera sveigjanlegur og fagna því fremur en hitt þegar lífið tekur nýja stefnu. Svo eigum við reyndar svo ótrúleg börn að það er svindl.“Tattúveruð trúlofunararmbönd Bryndís og Sigurður kynntust í ævintýraveröld Tinder. „Ég var hreint ekki á höttunum eftir unnusta og það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi ári síðar enda tattúveruð með þessum handboltatappa sem ég „matchaði“ í góðu glensi. Hann reyndist svo bara hinn mesti fengur, öllum að óvörum.“ Bryndís og Sigurður trúlofuðu sig á fjallstoppi í Bogotá í Kólumbíu síðasta sumar. „Ég bað hans. Skriflega að sjálfsögðu,“ segir Bryndís og fóru þau turtildúfurnar að því búnu niður af fjallinu og fengu sér tattúveruð trúlofunararmbönd á úlnliðina. „Þau nást aldrei af,“ segir Bryndís sposk.Trúlofunararmböndin nást aldrei af.Veik fyrir jólahúsum Í öðrum pistli játar Bryndís því að hafa verið í neyslu á hvers kyns veraldlegum óþarfa en hafi hin síðari misseri reynt að halda sig frá henni. Hvernig gengur? Áttu einhver ráð handa okkur hinum? „Flesta daga gengur ágætlega. Minn akkillesarhæll er þó jólaskraut, sér í lagi lítil jólahús. Ég þarf að lyfja mig niður áður en ég fer inn í Blómaval í desember og finnst ég aldrei eiga nógu mikið eða vandað jólaskraut. Siggi er ósammála. Lykillinn er kannski bara að hugsa málin í gegn og gefa sér sólarhring eða svo. Ef þig langar enn að kaupa þér átjánda jólahúsið daginn eftir skaltu gera það.“ Bryndís hefur líka varað við keppnisíþróttum sem vekur athygli í ljósi þess að unnustinn var um tíma atvinnumaður í handbolta. „Þessi pistill var að töluverðu leyti grín, en þó hreint ekki að öllu leyti. Siggi píndi mig til að birta hann sem espaði reiða karlmenn hvarvetna upp á móti mér (og kannski var það tilgangurinn). Mér þykir þó gott og gaman að atast í helgum þjóðernishjúpuðum hetuvéum og tókst það með sanni.“Er ekki uppistandari En hver er stefnan. Á að skrifa bók? „Ég er afar stefnulaus kona og vantreysti pínulítið fólki sem stefnir eitthvert. Ég reyni bara að segja já við sem flestu og taka alls kyns nýjum og skrítnum tækifærum fagnandi. Þó hefur aðeins borið á því í kjölfar pistlanna að menn haldi að ég sé uppistandari. Það er ég hreint ekki svo ég segi nei við því, blessunarlega fyrir alla.“ Litskrúðugt fjölskyldulíf.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira