Fræðslustjóri spyr hvort taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:30 Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir vaxandi hóp barna ekki mæta í skólann vegna kvíða fyrir einu og öðru. vísir/gva Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016 Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016
Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00