Fræðslustjóri spyr hvort taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:30 Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir vaxandi hóp barna ekki mæta í skólann vegna kvíða fyrir einu og öðru. vísir/gva Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016 Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016
Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent