Fræðslustjóri spyr hvort taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:30 Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir vaxandi hóp barna ekki mæta í skólann vegna kvíða fyrir einu og öðru. vísir/gva Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016 Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, veltir því upp í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag hvort að taka þurfi upp dagsektir í íslenskum skólum, það er að fólk greiði sektir ef börn mæti ekki í skólann. Með færslunni deilir Soffía bakþönkum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Bakþankarnir bera yfirskriftina „Fæ ég ekki áfallahjálp?“ og gagnrýnir Óttar í henni ofnotkun á áfallahjálp. Að hans mati ræður maðurinn ekki lengur við uppákomur daglegs lífs: „Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðlilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum.“ Í Facebook-færslu sinni tekur Soffía undir með Óttari: „Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópur barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim.“ Fræðslustjórinn segir að skólarnir hafi fá úrræði við þessum vanda önnur en að halda hvern fundinn á fætur öðrum þar sem fundarmönnum fjölgi sífellt þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem vandinn eykst. Soffía segir hins vegar engar rannsóknir sýna fram á að betra sé að halda barni heima ef það kvíði einhverju eða treysti sér ekki til að takast á við athafnir í daglega lífinu. „Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann. Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig...“ rökin gilda þá ekki lengur.“Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó...Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016
Tengdar fréttir Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira
Fæ ég ekki áfallahjálp? Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. 16. janúar 2016 07:00