Fá ekki sérgreinalækna á Sjúkrahús Akureyrar Sveinn Arnarson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Svo virðist sem erfitt sé að fá sérgreinalækna til Akureyrar. Stjórnendum sjúkrahússins er því nokkur vandi á höndum. Fréttablaðið/KK Ekki hefur tekist að ráða sérgreinalækna við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkrahúsið auglýsti í maí á síðasta ári ellefu sérgreinalæknastöður lausar til umsóknar og nú sjö mánuðum síðar hefur enn ekki verið ráðið í stöðurnar. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum ekki búnir að ráða í þessar stöður í sjálfu sér. Við höfum fengið fyrirspurnir um sex stöður og viðræður í gangi við sérgreinalækna um þær. Enn er skortur á læknum og við erum að leita annarra lausna á þeim vanda,“ segir Sigurður. „Til dæmis erum við í samræðum við Landspítalann um að menn komi tímabundið í afleysingar norður. Þannig eru ýmis ráð sem verið er að reyna að nota til að brúa bilið.“Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á fjóðungssjúkrahúsinu á Akureyri.Erfiðleikar við starfsmannahald á sjúkrahúsinu á Akureyri eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2011 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á starfsemi spítalans. Fram kom í þeirri rannsókn Ríkisendurskoðunar að sjúkrahúsið hefði glímt við skort á læknum sem ekki væri eingöngu tilkominn vegna almenns læknaskorts heldur einnig vegna þess að læknar hefðu hætt á spítalanum vegna óánægju með stjórnun þess. Talið var að á sumum deildum störfuðu svo fáir læknar að öryggi sjúklinga gæti verið ógnað. Í kjölfarið voru níu ábendingar settar fram í skýrslu. Síðan fór fram mikil vinna innan sjúkrahússins, hjá landlæknisembætti og í ráðuneytinu til að bregðast við ábendingum. Betur má ef duga skal. Sigurður segir þó skort á sérgreinalæknum ekki hafa áhrif á þjónustustig spítalans og að sjúklingar finni ekki fyrir þessu. „Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á þá sérfræðinga sem eru til staðar hér. Það er meira álag á þeim því vaktir og verkefni dreifast á færri herðar. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þeir sem fyrir eru þreytist af álaginu. Einnig verðum við líka að manna þessar stöður ef við eigum að geta tekið að okkur aukin verkefni fyrir land og þjóð.“ Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Ekki hefur tekist að ráða sérgreinalækna við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkrahúsið auglýsti í maí á síðasta ári ellefu sérgreinalæknastöður lausar til umsóknar og nú sjö mánuðum síðar hefur enn ekki verið ráðið í stöðurnar. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum ekki búnir að ráða í þessar stöður í sjálfu sér. Við höfum fengið fyrirspurnir um sex stöður og viðræður í gangi við sérgreinalækna um þær. Enn er skortur á læknum og við erum að leita annarra lausna á þeim vanda,“ segir Sigurður. „Til dæmis erum við í samræðum við Landspítalann um að menn komi tímabundið í afleysingar norður. Þannig eru ýmis ráð sem verið er að reyna að nota til að brúa bilið.“Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á fjóðungssjúkrahúsinu á Akureyri.Erfiðleikar við starfsmannahald á sjúkrahúsinu á Akureyri eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2011 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á starfsemi spítalans. Fram kom í þeirri rannsókn Ríkisendurskoðunar að sjúkrahúsið hefði glímt við skort á læknum sem ekki væri eingöngu tilkominn vegna almenns læknaskorts heldur einnig vegna þess að læknar hefðu hætt á spítalanum vegna óánægju með stjórnun þess. Talið var að á sumum deildum störfuðu svo fáir læknar að öryggi sjúklinga gæti verið ógnað. Í kjölfarið voru níu ábendingar settar fram í skýrslu. Síðan fór fram mikil vinna innan sjúkrahússins, hjá landlæknisembætti og í ráðuneytinu til að bregðast við ábendingum. Betur má ef duga skal. Sigurður segir þó skort á sérgreinalæknum ekki hafa áhrif á þjónustustig spítalans og að sjúklingar finni ekki fyrir þessu. „Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á þá sérfræðinga sem eru til staðar hér. Það er meira álag á þeim því vaktir og verkefni dreifast á færri herðar. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þeir sem fyrir eru þreytist af álaginu. Einnig verðum við líka að manna þessar stöður ef við eigum að geta tekið að okkur aukin verkefni fyrir land og þjóð.“
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira