Birgir vissi ekki af málinu áður en það kom í fréttum í gærkvöldi. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi.“

Það var áður en hann var handtekinn og ákærður fyrir morðið. Einar og Atli voru vinir og viðskiptafélagar en þeir ráku saman verslunina Gap á Laugavegi.
„Ég get ekki ímyndað mér að það sé einhver akkur fyrir lögmannafélagið að fá mann með þessa dómgreind,“ segir Birgir.
Hann segir fjölskyldu sína ekki vera búna að taka ákvörðun um framhaldið eða hvort þau muni senda bréf til Lögmannafélags Íslands til að reyna að hafa áhrif á það hvort Atli fái meðmæli félagsins. „Við munum sjálfsagt ekki láta alveg kyrrt liggja.“
„Maður fær alltaf daglegar áminningar. Einar var atvinnumaður í knattspyrnu og það þarf ekki annað en að horfa á knattspyrnuleik eða íþróttir, þá kemur hann upp í hugann.“