Kennitöluflakkið kostar milljarða en ekkert frumvarp komið fram Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2016 08:00 Ríkisskattstjóri áætlar að ríkissjóður fari á mis við 80 milljarða króna vegna skattundanskota á ári hverju. Kennitöluflakk er hluti vandans. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- viðskiptaráðherra segir að ný lög um ársreikninga sem komi fram á vorþingi séu nauðsynlegur undanfari þes að kortleggja umfang kennitöluflakks. Kennitöluflakk er í sinni einföldustu mynd misnotkun á hlutafélagaforminu þar sem menn færa eignir úr félögum með takmarkaðri ábyrgð og skilja skuldirnar eftir. Í bæði lögum um einkahlutafélög og lögum um hlutafélög gildir reglan um takmarkaða ábyrgð hluthafa en hún felst í því að enginn hluthafanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. Reglan hefur verið í lögum hér á landi allt frá því að hlutafélagalög voru fyrst sett hér árið 1921 en þau voru sniðin eftir dönskum lögum um sama efni frá 1917. Hugmyndin á bak við regluna um takmarkaða ábyrgð er að ýta undir hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu enda eru minni líkur á stofnun nýrra fyrirtækja ef hluthafar þess eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum þeirra ef illa fer í rekstrinum. Þessi regla, sem er að erlendri fyrirmynd, gildir nær alls staðar íhinum vestræna heimi og er margra alda gömul. Reglan um takmarkaða ábyrgð hlutafa og aðgerðir gegn kennitöluflakki eru hins vegar ekki ósamrýmanlegir hlutir. Þrátt fyrir regluna um takmarkaða ábyrgð væri hægt að girða fyrir eða takmarka kennitöluflakk, sem er mikil meinsemd í íslensku atvinnulífi, með því að takmarka rekstur eða eignarhald á hlutafélögum með reglum um hæfi hluthafa eða rekstraraðila. Í nýjasta tölublaði Tíundar, rits embættis ríkisskattstjóra, er umfjöllun um kennitöluflakk. Þar segir: „Erfitt er að skilja hvers vegna ekki hafi fyrir löngu síðan verið settur öflugri lagarammi um hæfi rekstraraðila til að stýra félögum eða standa í atvinnustarfsemi yfirleitt. Reyndin er sú að það er allt of auðvelt fyrir forsvarsmenn að flakka á milli félaga og skilja skatta og aðrar skuldbindingar eftir í þeim.” Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðaði frumvarp um aðgerðir gegn kennitöluflakki í september 2013. Ekkert bólaði á frumvarpi frá ráðherranum á árunum 2013, 2014 eða 2015.Í þingmálaskrá yfirstandandi þings hefur hins vegar verið boðað frumvarp um málið með vorinu en þar segir orðrétt: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög (kennitöluflakk). Á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra er unnið að útfærslu á leiðum til að fá yfirlit yfir umfang kennitöluflakks og stemma stigu við því. Hluti af þeim tillögum felur í sér breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. (Vor).“ Ragnheiður Elín segir hins vegar að ekki sé von á slíku frumvarpi með vorinu. Fyrst þurfi að kortleggja vandann og breytingar á lögum um ársreikninga eigi að nýtast við það en frumvarp þess efnis er nýkomið úr kostnaðarmati í fjármálaráðuneytinu. Það skal tekið fram að umrætt frumvarp er sprottið úr tilskipun frá Evrópusambandinu sem Ísland hefði þurft að innleiða hvort sem stjórnvöld réðust í aðgerðir gegn kennitöluflakki eða ekki. Í þingmálaskrá segir að um sé að ræða „innleiðingu á nýrri tilskipun um ársreikninga. Einföldun regluverks fyrir lítil félög.“ Ráðherrann segir umrædda löggjöf hins vegar skipta miklu máli í þeirri vinnu sem kæmi síðar. „Við erum að auka gegnsæi til þess að vera betur í stakk búin til að bregðast við þessari meinsemd í íslensku atvinnulífi sem kennitöluflakkið er og ég er alveg sammála því að við þurfum að gera það. En ég vil hins vegar fá að vita hvað það er sem við erum að eiga við áður en við förum að beita íþyngjandi regluverki sem nær ekki bara yfir skúrkana heldur einnig þá sem eru að stunda heiðarlegan atvinnurekstur. Með þessum lögum verður öllum félögum gert skylt að skila ársreikningi hvort sem þau eru í rekstri eða ekki og öðrum verður slitið. (…) Við viljum ekki íþyngja þeim sem eru að stunda atvinnurekstur í heiðarlegum tilgangi heldur viljum við ná utan um þá sem eru að brjóta reglurnar,“ segir Ragnheiður Elín.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Formaður viðskiptanefndar kallar eftir frumvarpi Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sem er sú fagnefnd þingsins sem myndi fjalla um málið, segir eðlilegt að skoða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög með sérstakar reglum um hæfi eigenda í huga. Með það fyrir augum að sporna gegn því að það gerist ítrekað að menn setji félög í þrot, færi eignirnar úr þeim og skilji skuldirnar eftir. „Það er erfitt að glíma við þetta. Það hefur margt verið gert í áranna rás til að sporna við þessu. Ég tek fram að þetta er ekki séríslenskt vandamál, þetta fylgir þessu formi félaga með takmarkaða ábyrgð. Menn freista þess að misnota það en það er margt hægt að gera. Eitt væri að gæta betur að hæfi þeirra sem eru forráðamenn félaga, til dæmis með athugun á því hvort þeir hafi nýlega ekki staðið skil á sköttum og gjöldum,“ segir Frosti. Hann segir þetta ekki endilega kalla á aukna skriffinnsku hins opinbera. Ekki þurfi að íþyngja heiðarlegu fólki svo gerður séu lágmarkskröfur til að sporna við ítrekuðu kennitöluflakki. „Það ætti ekki að trufla þorra þeirra frumkvöðla framkvæmdamanna sem vilja skapa atvinnu í landinu.“ Frosti talar af reynslu enda hefur hann komið að rekstri margra fyrirtækja í atvinnulífinu og þar af nokkurra sprotafyrirtækja. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins muni leggja fram sitt eigið frumvarp um breytingar á hlutafélagalöggjöfinni til þess að sporna við kennitöluflakki ef ekkert kemur frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra um málið áður en kjörtímabilið er úti. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Ríkisskattstjóri áætlar að ríkissjóður fari á mis við 80 milljarða króna vegna skattundanskota á ári hverju. Kennitöluflakk er hluti vandans. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- viðskiptaráðherra segir að ný lög um ársreikninga sem komi fram á vorþingi séu nauðsynlegur undanfari þes að kortleggja umfang kennitöluflakks. Kennitöluflakk er í sinni einföldustu mynd misnotkun á hlutafélagaforminu þar sem menn færa eignir úr félögum með takmarkaðri ábyrgð og skilja skuldirnar eftir. Í bæði lögum um einkahlutafélög og lögum um hlutafélög gildir reglan um takmarkaða ábyrgð hluthafa en hún felst í því að enginn hluthafanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. Reglan hefur verið í lögum hér á landi allt frá því að hlutafélagalög voru fyrst sett hér árið 1921 en þau voru sniðin eftir dönskum lögum um sama efni frá 1917. Hugmyndin á bak við regluna um takmarkaða ábyrgð er að ýta undir hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu enda eru minni líkur á stofnun nýrra fyrirtækja ef hluthafar þess eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum þeirra ef illa fer í rekstrinum. Þessi regla, sem er að erlendri fyrirmynd, gildir nær alls staðar íhinum vestræna heimi og er margra alda gömul. Reglan um takmarkaða ábyrgð hlutafa og aðgerðir gegn kennitöluflakki eru hins vegar ekki ósamrýmanlegir hlutir. Þrátt fyrir regluna um takmarkaða ábyrgð væri hægt að girða fyrir eða takmarka kennitöluflakk, sem er mikil meinsemd í íslensku atvinnulífi, með því að takmarka rekstur eða eignarhald á hlutafélögum með reglum um hæfi hluthafa eða rekstraraðila. Í nýjasta tölublaði Tíundar, rits embættis ríkisskattstjóra, er umfjöllun um kennitöluflakk. Þar segir: „Erfitt er að skilja hvers vegna ekki hafi fyrir löngu síðan verið settur öflugri lagarammi um hæfi rekstraraðila til að stýra félögum eða standa í atvinnustarfsemi yfirleitt. Reyndin er sú að það er allt of auðvelt fyrir forsvarsmenn að flakka á milli félaga og skilja skatta og aðrar skuldbindingar eftir í þeim.” Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðaði frumvarp um aðgerðir gegn kennitöluflakki í september 2013. Ekkert bólaði á frumvarpi frá ráðherranum á árunum 2013, 2014 eða 2015.Í þingmálaskrá yfirstandandi þings hefur hins vegar verið boðað frumvarp um málið með vorinu en þar segir orðrétt: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög (kennitöluflakk). Á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra er unnið að útfærslu á leiðum til að fá yfirlit yfir umfang kennitöluflakks og stemma stigu við því. Hluti af þeim tillögum felur í sér breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. (Vor).“ Ragnheiður Elín segir hins vegar að ekki sé von á slíku frumvarpi með vorinu. Fyrst þurfi að kortleggja vandann og breytingar á lögum um ársreikninga eigi að nýtast við það en frumvarp þess efnis er nýkomið úr kostnaðarmati í fjármálaráðuneytinu. Það skal tekið fram að umrætt frumvarp er sprottið úr tilskipun frá Evrópusambandinu sem Ísland hefði þurft að innleiða hvort sem stjórnvöld réðust í aðgerðir gegn kennitöluflakki eða ekki. Í þingmálaskrá segir að um sé að ræða „innleiðingu á nýrri tilskipun um ársreikninga. Einföldun regluverks fyrir lítil félög.“ Ráðherrann segir umrædda löggjöf hins vegar skipta miklu máli í þeirri vinnu sem kæmi síðar. „Við erum að auka gegnsæi til þess að vera betur í stakk búin til að bregðast við þessari meinsemd í íslensku atvinnulífi sem kennitöluflakkið er og ég er alveg sammála því að við þurfum að gera það. En ég vil hins vegar fá að vita hvað það er sem við erum að eiga við áður en við förum að beita íþyngjandi regluverki sem nær ekki bara yfir skúrkana heldur einnig þá sem eru að stunda heiðarlegan atvinnurekstur. Með þessum lögum verður öllum félögum gert skylt að skila ársreikningi hvort sem þau eru í rekstri eða ekki og öðrum verður slitið. (…) Við viljum ekki íþyngja þeim sem eru að stunda atvinnurekstur í heiðarlegum tilgangi heldur viljum við ná utan um þá sem eru að brjóta reglurnar,“ segir Ragnheiður Elín.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Formaður viðskiptanefndar kallar eftir frumvarpi Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sem er sú fagnefnd þingsins sem myndi fjalla um málið, segir eðlilegt að skoða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög með sérstakar reglum um hæfi eigenda í huga. Með það fyrir augum að sporna gegn því að það gerist ítrekað að menn setji félög í þrot, færi eignirnar úr þeim og skilji skuldirnar eftir. „Það er erfitt að glíma við þetta. Það hefur margt verið gert í áranna rás til að sporna við þessu. Ég tek fram að þetta er ekki séríslenskt vandamál, þetta fylgir þessu formi félaga með takmarkaða ábyrgð. Menn freista þess að misnota það en það er margt hægt að gera. Eitt væri að gæta betur að hæfi þeirra sem eru forráðamenn félaga, til dæmis með athugun á því hvort þeir hafi nýlega ekki staðið skil á sköttum og gjöldum,“ segir Frosti. Hann segir þetta ekki endilega kalla á aukna skriffinnsku hins opinbera. Ekki þurfi að íþyngja heiðarlegu fólki svo gerður séu lágmarkskröfur til að sporna við ítrekuðu kennitöluflakki. „Það ætti ekki að trufla þorra þeirra frumkvöðla framkvæmdamanna sem vilja skapa atvinnu í landinu.“ Frosti talar af reynslu enda hefur hann komið að rekstri margra fyrirtækja í atvinnulífinu og þar af nokkurra sprotafyrirtækja. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins muni leggja fram sitt eigið frumvarp um breytingar á hlutafélagalöggjöfinni til þess að sporna við kennitöluflakki ef ekkert kemur frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra um málið áður en kjörtímabilið er úti.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent