Þrjú deila fjórum milljónum fyrir níu tíma fundahöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Kjartan Valgarðsson, formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar, segir ráðið hafa ríka eftirlitsskyldu. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar hefur fengið nærri 2,1 milljón króna í þóknun á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hinir tveir meðlimir ráðsins fengu rúma milljón hvor. Ráðið fundaði samanlagt í níu klukkustundir á þessu tímabili. Óbreyttir meðlimir innkauparáðsins fá 14 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjararáðs á þingfararkaupi er þessi upphæð nú tæpar 107 þúsund krónur fyrir óbreyttan ráðsmann og tæpar 214 þúsund fyrir formanninn. Kjartan Valgarðsson úr Samfylkingu er formaður innkauparáðsins. Þau Magnea Guðmundsdóttir úr Bjartri framtíð og Börkur Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki eru einnig í ráðinu.Fundir innkauparáðs á árinuAð jafnaði heldur innkauparáðið tvo fundi í mánuði og vara þeir að meðaltali í aðeins 24,5 mínútur. Kjartan Valgarðsson, formaður ráðsins, segir að fyrir utan formlega fundi ráðsins séu hins vegar haldnir vinnufundir, til dæmis varðandi innkaupareglur og þróun mála í þessum efnum í Evrópu. „Þeir eru ekki margir,“ svarar hann reyndar aðspurður hvort slíkir vinnufundir séu reglulega á dagskrá. Innkauparáðið hefur það hlutverk að hafa eftirlit með öllum innkaupum borgarinnar. Kjartan segir ráðið oft senda fyrirspurnir telji það eitthvað athugavert við innkaup. Það hafi haft frumkvæði að reglum um mansal og keðjuábyrgð. „Við köllum eftir yfirliti frá öllum sviðum borgarinnar og reynum að fylgjast með því alveg eins og við getum að það séu málefnalegar ástæður á bak við öll innkaup. Við látum gefa okkur skýrslur um innkaup sem eru yfir milljón en samt undir útboðsmörkum,“ segir Kjartan. Slíkar skýrslur fá meðlimir ráðsins til aflestrar fyrir fundi. „Þá fer vinnan fram í undirbúningnum.“Börkur Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáðiÞá bendir Kjartan á að Reykjavíkurborg hafi mikið innkaupavald sem sé á margra höndum. „Það er ekkert annað batterí hjá borginni sem fylgist með þessu og hefur jafn ríka eftirlitsskyldu og innkauparáðið. Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna,“ segir hann. Meðallengd þeirra 22 funda sem innkauparáð hélt formlega á fyrstu tíu mánuðum ársins var 24,5 mínútur sem fyrr segir. Lengsti fundurinn var 51 mínúta en sá stysti aðeins 5 mínútur. Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í innkauparáðiSamtals fundaði ráðið í 8 klukkustundir og 59 mínútur frá því í ársbyrjun til og með október. Spurður hvers vegna fundirnir séu svo stuttir segir Kjartan reglurnar vera fyrirfram mjög fastmótaðar. Stundum fái bjóðendur ekki að vera með af því að þeir standist ekki skoðun á fjárhag. „Þessa vinnu er mikið til búið að vinna áður en þetta kemur inn á fundinn,“ segir Kjartan. Þetta annist embættismenn sem sjái um útboðin. „Oft er það þannig að lægsta tilboði er tekið og sá sem var með tilboðið uppfyllti öll skilyrði borgarinnar,“ segir hann og skýrir þannig hvers vegna fundirnir ganga svo hratt fyrir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar hefur fengið nærri 2,1 milljón króna í þóknun á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hinir tveir meðlimir ráðsins fengu rúma milljón hvor. Ráðið fundaði samanlagt í níu klukkustundir á þessu tímabili. Óbreyttir meðlimir innkauparáðsins fá 14 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjararáðs á þingfararkaupi er þessi upphæð nú tæpar 107 þúsund krónur fyrir óbreyttan ráðsmann og tæpar 214 þúsund fyrir formanninn. Kjartan Valgarðsson úr Samfylkingu er formaður innkauparáðsins. Þau Magnea Guðmundsdóttir úr Bjartri framtíð og Börkur Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki eru einnig í ráðinu.Fundir innkauparáðs á árinuAð jafnaði heldur innkauparáðið tvo fundi í mánuði og vara þeir að meðaltali í aðeins 24,5 mínútur. Kjartan Valgarðsson, formaður ráðsins, segir að fyrir utan formlega fundi ráðsins séu hins vegar haldnir vinnufundir, til dæmis varðandi innkaupareglur og þróun mála í þessum efnum í Evrópu. „Þeir eru ekki margir,“ svarar hann reyndar aðspurður hvort slíkir vinnufundir séu reglulega á dagskrá. Innkauparáðið hefur það hlutverk að hafa eftirlit með öllum innkaupum borgarinnar. Kjartan segir ráðið oft senda fyrirspurnir telji það eitthvað athugavert við innkaup. Það hafi haft frumkvæði að reglum um mansal og keðjuábyrgð. „Við köllum eftir yfirliti frá öllum sviðum borgarinnar og reynum að fylgjast með því alveg eins og við getum að það séu málefnalegar ástæður á bak við öll innkaup. Við látum gefa okkur skýrslur um innkaup sem eru yfir milljón en samt undir útboðsmörkum,“ segir Kjartan. Slíkar skýrslur fá meðlimir ráðsins til aflestrar fyrir fundi. „Þá fer vinnan fram í undirbúningnum.“Börkur Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáðiÞá bendir Kjartan á að Reykjavíkurborg hafi mikið innkaupavald sem sé á margra höndum. „Það er ekkert annað batterí hjá borginni sem fylgist með þessu og hefur jafn ríka eftirlitsskyldu og innkauparáðið. Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna,“ segir hann. Meðallengd þeirra 22 funda sem innkauparáð hélt formlega á fyrstu tíu mánuðum ársins var 24,5 mínútur sem fyrr segir. Lengsti fundurinn var 51 mínúta en sá stysti aðeins 5 mínútur. Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í innkauparáðiSamtals fundaði ráðið í 8 klukkustundir og 59 mínútur frá því í ársbyrjun til og með október. Spurður hvers vegna fundirnir séu svo stuttir segir Kjartan reglurnar vera fyrirfram mjög fastmótaðar. Stundum fái bjóðendur ekki að vera með af því að þeir standist ekki skoðun á fjárhag. „Þessa vinnu er mikið til búið að vinna áður en þetta kemur inn á fundinn,“ segir Kjartan. Þetta annist embættismenn sem sjái um útboðin. „Oft er það þannig að lægsta tilboði er tekið og sá sem var með tilboðið uppfyllti öll skilyrði borgarinnar,“ segir hann og skýrir þannig hvers vegna fundirnir ganga svo hratt fyrir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira