Rob Ryan er einn af skrautlegustu þjálfurunum í NFL-deildinni. Hann var varnarþjálfari hjá New Orleans Saints í fyrra en er nú aðstoðarþjálfari hjá Buffalo Bills þar sem bróðir hans, Rex, er aðalþjálfari.
Nú hefur komið upp úr kafinu að fyrir ári síðan ætluðu tveir menn í New Orleans að ræna honum og krefjast lausnargjalds.
Upp komst um ráðagerðina er annar snillinganna sem var að plana ránið, hringdi í vitlaust símanúmer og lagði inn skilaboð á talhólf ríkisstarfsmanns þar sem hann fór yfir mannránið.
Þessi skilaboð eru víst algjörlega stórkostleg.
„Hann er ekki með neina öryggisgæslu. Hann er bara venjulegur fótboltaþjálfari. Svo er hann alls ekki eins stór og rapparinn Lil Wayne. Wayne er líka með öryggisverði í kringum sig,“ segir meðal annars í talhólfsskilaboðunum.
„Ég er að meina það, hann er alls ekki eins stór og Lil Wayne. Hann þjálfar vörnina hjá Saints. Það eru engir öryggisverðir heima hjá honum.“
Sá er fékk þessi skilaboð kom þeim að sjálfsögðu til lögreglunnar. Hún náði að rekja skilaboðin og kom í ljós að þar voru góðkunningjar lögreglunnar á ferð. Þeir gerðu ekkert meira í málinu eftir heimsókn frá lögreglunni.
Ætluðu að ræna þjálfara í NFL-deildinni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
