20 gráðum hlýrra á norðurskauti en í meðalári Una Sighvatsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 21:00 Nú er kominn lok nóvember en hitastigið í Reykjavík er tíu gráður. Þótt það hafi komið komið stutt kuldakast í vikunni eru þessi hlýindi í takti við haustið. Október var víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust og á heimsvísu hafa 11 af síðustu 12 mánuðum slegið hitamet. Allt stefnir því í að 2016 verði heitasta ár sögunnar en það sem vekur sérstakan ugg vísindamanna nú er óvenjuleg hlýindi á norðurslóðum, því á heimskautasvæðinu er hitinn nú í nóvember rétt við frostmark, þegar hann ætti að vera mínus tuttugu gráður. Þetta á rekja til þess að hafísþekjan er langt undir meðallagi miðað við árstíma. „Það sem gerðist í ár var að það var óvenjulítill hafís, þetta var næstlægsta árið í sögunni á þessu svæði. Og síðan hefur kerfið bara ekkert jafnað sig,“ segir Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir óhætt að fullyrða að hlýindin á norðurskautinu nú séu afleiðingar loftslagsbreytinga.Samspil margra þátta þar sem loftslagsbreytingar vega þungt Þarna spila að sögn Halldórs saman tímabundin hlýnun vegna El Nino í ár, í samspili við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Ég held að það sé hægt að fullyrða að við séum að sjá þarna afleiðingar þess að þetta er eitt hlýjasta ár í sögu jarðar og það er svo afleiðing af loftslagsbreytingum. Þegar meðalhiti jarðar er svona hár þá gerast allir þessu skrýtnu hlutir, sem við erum mjög óvön að sjá og ef að ekki verður dregið úr losun þá verða svona atburðir algengari." Dæmin eru víða um óvenjuleg veðurfyrirbrigði. Í Tókýó snjóaði í dag, í fyrsta sinn í nóvember í hálfa öld en á sama tíma er snjólaust á Svalbarða. Á Costa Rica stefnir fellibylurinn Ottó að landi, sá fyrstu svo sunnarlega í Karíbahafi síðna 1850 hið minnsta. Þetta eru aðeins tveir af fjölmörgum atburðum sem gera árið 2016 óvenjulegt mjög með tilliti til veðurs. „Við gerum ráð fyrir að þegar El nino slotar núna þá muni aðeins draga úr öllum þessum skrýtnu veðrum en eftir situr að heimurinn er eftir sem áður mjög heitur í sögulegu samhengi. Og það er af því að við erum búin að vera að losa gróðarhúsalofttegundir, sem valda hlýnun," segir Halldór. Á norðurheimskautinu hefur ísþekjan dregist saman um 30% á undanförnum aldarfjórðungi. Veðurkerfin eru hringrás milli lofthjúps og hafs og nái hafísinn ekki að jafna sig í vetur eftir hlýindi þessa árs gætu afleiðingarnar orðið langvarandi. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Nú er kominn lok nóvember en hitastigið í Reykjavík er tíu gráður. Þótt það hafi komið komið stutt kuldakast í vikunni eru þessi hlýindi í takti við haustið. Október var víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust og á heimsvísu hafa 11 af síðustu 12 mánuðum slegið hitamet. Allt stefnir því í að 2016 verði heitasta ár sögunnar en það sem vekur sérstakan ugg vísindamanna nú er óvenjuleg hlýindi á norðurslóðum, því á heimskautasvæðinu er hitinn nú í nóvember rétt við frostmark, þegar hann ætti að vera mínus tuttugu gráður. Þetta á rekja til þess að hafísþekjan er langt undir meðallagi miðað við árstíma. „Það sem gerðist í ár var að það var óvenjulítill hafís, þetta var næstlægsta árið í sögunni á þessu svæði. Og síðan hefur kerfið bara ekkert jafnað sig,“ segir Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir óhætt að fullyrða að hlýindin á norðurskautinu nú séu afleiðingar loftslagsbreytinga.Samspil margra þátta þar sem loftslagsbreytingar vega þungt Þarna spila að sögn Halldórs saman tímabundin hlýnun vegna El Nino í ár, í samspili við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Ég held að það sé hægt að fullyrða að við séum að sjá þarna afleiðingar þess að þetta er eitt hlýjasta ár í sögu jarðar og það er svo afleiðing af loftslagsbreytingum. Þegar meðalhiti jarðar er svona hár þá gerast allir þessu skrýtnu hlutir, sem við erum mjög óvön að sjá og ef að ekki verður dregið úr losun þá verða svona atburðir algengari." Dæmin eru víða um óvenjuleg veðurfyrirbrigði. Í Tókýó snjóaði í dag, í fyrsta sinn í nóvember í hálfa öld en á sama tíma er snjólaust á Svalbarða. Á Costa Rica stefnir fellibylurinn Ottó að landi, sá fyrstu svo sunnarlega í Karíbahafi síðna 1850 hið minnsta. Þetta eru aðeins tveir af fjölmörgum atburðum sem gera árið 2016 óvenjulegt mjög með tilliti til veðurs. „Við gerum ráð fyrir að þegar El nino slotar núna þá muni aðeins draga úr öllum þessum skrýtnu veðrum en eftir situr að heimurinn er eftir sem áður mjög heitur í sögulegu samhengi. Og það er af því að við erum búin að vera að losa gróðarhúsalofttegundir, sem valda hlýnun," segir Halldór. Á norðurheimskautinu hefur ísþekjan dregist saman um 30% á undanförnum aldarfjórðungi. Veðurkerfin eru hringrás milli lofthjúps og hafs og nái hafísinn ekki að jafna sig í vetur eftir hlýindi þessa árs gætu afleiðingarnar orðið langvarandi.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira