Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 10:27 Myndin vinstra megin er frá því í gær en sú hægra megin frá því í morgun. Myndir/Svavar Pétur Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bíll hans valt á ómalbikuðum vegarkafla í botni Berufjarðar á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð nærri afleggjaranum upp á Öxi. Bóndi í Berufirði sem kom að bílveltunni segir ljóst að ferðin hefði getað orðið sú síðasta hjá Japananum. Bíllinn er hins vegar í köku. Um er að ræða átta kílómetra vegakafla á Þjóðvegi 1 sem er ómalbikaður. Deilur landeigenda um hvar vegurinn eigi að vera hafa leitt til þess seinagangs að átján árum eftir malbikun Þjóðvegar 1 í heild eru þessir átta kílómetrar ómalbikaður.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki hafi staðið á Vegagerðinni í þessu máli. Svavar Pétur Eysteinsson bóndi, betur þekktur sem Prins Póló.Vísir/GVA Ein rigning og allt fer í mauk Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, tók mynd af veginum í gær sem sjá má hér til hliðar og varpaði þeirri spurningu til Vegagerðarinnar á samfélagsmiðlum hvað væri eiginlega að frétta. Í dag keyrði hann svo fram á slysið á sömu slóðum. „Vegurinn er náttúrulega alltaf mjög lélegur enda umferðin mjög mikil. Þetta er Þjóðvegur 1 og gríðarleg aukning í umferð vegna ferðamanna,“ segir Svavar Pétur. Verið var að hefla veginn í morgun en Svavar Pétur segir veginn þurfa stanslaust viðhald. „Ef það er látið undir höfuð leggjast og það kemur ein rigning þá fer allt í mauk.“Nýr vegur í árslok 2018 Loksins hefur verið tekin ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er gert fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2018. Svavar Pétur segir framkvæmdir ekki geta beðið. „Það þarf að gera þetta strax. Það væri annað ef þetta væri fjallvegur einhvers staðar úti í rassgati. En þetta er Þjóðvegur 1.“Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði vegakaflann í fyrra og má sjá fréttina að neðan. Síðan er nýr vegur kominn á samgönguáætlun. Banaslys hafa orðið á vegakaflanum í Berufirði, fleiri en eitt, og bregður mörgum ökumanninum, sérstaklega erlendum ferðamönnum, þegar hann ferskyndilega af bundnu slitlagi á mölina. Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri á Hótel Bláfells í Breiðdalsvík, segir erlendu ferðamennina stórhneykslaða. „Og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bíll hans valt á ómalbikuðum vegarkafla í botni Berufjarðar á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð nærri afleggjaranum upp á Öxi. Bóndi í Berufirði sem kom að bílveltunni segir ljóst að ferðin hefði getað orðið sú síðasta hjá Japananum. Bíllinn er hins vegar í köku. Um er að ræða átta kílómetra vegakafla á Þjóðvegi 1 sem er ómalbikaður. Deilur landeigenda um hvar vegurinn eigi að vera hafa leitt til þess seinagangs að átján árum eftir malbikun Þjóðvegar 1 í heild eru þessir átta kílómetrar ómalbikaður.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki hafi staðið á Vegagerðinni í þessu máli. Svavar Pétur Eysteinsson bóndi, betur þekktur sem Prins Póló.Vísir/GVA Ein rigning og allt fer í mauk Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, tók mynd af veginum í gær sem sjá má hér til hliðar og varpaði þeirri spurningu til Vegagerðarinnar á samfélagsmiðlum hvað væri eiginlega að frétta. Í dag keyrði hann svo fram á slysið á sömu slóðum. „Vegurinn er náttúrulega alltaf mjög lélegur enda umferðin mjög mikil. Þetta er Þjóðvegur 1 og gríðarleg aukning í umferð vegna ferðamanna,“ segir Svavar Pétur. Verið var að hefla veginn í morgun en Svavar Pétur segir veginn þurfa stanslaust viðhald. „Ef það er látið undir höfuð leggjast og það kemur ein rigning þá fer allt í mauk.“Nýr vegur í árslok 2018 Loksins hefur verið tekin ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er gert fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2018. Svavar Pétur segir framkvæmdir ekki geta beðið. „Það þarf að gera þetta strax. Það væri annað ef þetta væri fjallvegur einhvers staðar úti í rassgati. En þetta er Þjóðvegur 1.“Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði vegakaflann í fyrra og má sjá fréttina að neðan. Síðan er nýr vegur kominn á samgönguáætlun. Banaslys hafa orðið á vegakaflanum í Berufirði, fleiri en eitt, og bregður mörgum ökumanninum, sérstaklega erlendum ferðamönnum, þegar hann ferskyndilega af bundnu slitlagi á mölina. Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri á Hótel Bláfells í Breiðdalsvík, segir erlendu ferðamennina stórhneykslaða. „Og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42