Hleypt úr Tjörninni vegna framkvæmda Svavar Hávarðsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Þorfinnstjörn stendur vart undir nafni þessa dagana - hún er manngerð. vísir/vilhelm Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira