Hleypt úr Tjörninni vegna framkvæmda Svavar Hávarðsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Þorfinnstjörn stendur vart undir nafni þessa dagana - hún er manngerð. vísir/vilhelm Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira