LSH í viðbragðsstöðu vegna inflúensunnar Sveinn Arnarsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Allt frá tíu og upp í fjörutíu prósent þjóðarinnar smitast árlega af inflúensunni. Fyrstu tilvik vetrarins hafa nú greinst. vísir/pjetur Inflúensa hefur greinst á Landspítalanum í Reykjavík og hefur bráðamóttaka spítalans verið sett í viðbragðsstöðu. Að mati yfirlæknis mun þetta hafa í för með sér aukið álag á innviði spítalans því sjúklinga með einkenni inflúensu þarf að einangra frá öðrum sjúklingum. „Sjúklingar með öndunar- eða kvefeinkenni fara í einangrun hjá okkur, þeir rannsakaðir sérstaklega til að ganga úr skugga um hvort um inflúensu sé að ræða,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, settur yfirlæknir bráðalækninga á LSH. Inflúensa er bráð veirusýking og veldur faraldri nánast á hverjum vetri á Íslandi. Á síðustu árum hefur um tíund þjóðarinnar og allt upp í 40 prósent smitast árlega af inflúensunni. Faraldur inflúensu varir hér á landi oft upp í tíu vikurJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknirvísir/antonJón Magnús segir inflúensufaraldurinn geta haft mikil áhrif á innviði spítalans. Nú sé unnið að því að kaupa inn tæki sem hraðar greiningu á inflúensunni hjá sjúklingum. Reynt verður að fá tækið inn á allra næstu dögum. „Inflúensunni fylgja fleiri innlagnir en ella og oft hjá eldra fólki svo þetta getur haft mikil áhrif á starf spítalans,“ segir Jón Magnús. Hann bætir því einnig við að það gæti tekið nokkrar vikur fyrir inflúensuna að ná hámarki. Fram að því fjölgi tilfellum jafnt og þétt fyrstu vikurnar. „Inflúensan er þannig að hún byrjar oft rólega og það koma inn nokkur tilfelli fyrstu vikurnar. Á þessari stundu vitum við ekkert hvenær við náum toppnum en á meðan setjum við spítalann í viðbragðsstöðu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Inflúensa hefur greinst á Landspítalanum í Reykjavík og hefur bráðamóttaka spítalans verið sett í viðbragðsstöðu. Að mati yfirlæknis mun þetta hafa í för með sér aukið álag á innviði spítalans því sjúklinga með einkenni inflúensu þarf að einangra frá öðrum sjúklingum. „Sjúklingar með öndunar- eða kvefeinkenni fara í einangrun hjá okkur, þeir rannsakaðir sérstaklega til að ganga úr skugga um hvort um inflúensu sé að ræða,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, settur yfirlæknir bráðalækninga á LSH. Inflúensa er bráð veirusýking og veldur faraldri nánast á hverjum vetri á Íslandi. Á síðustu árum hefur um tíund þjóðarinnar og allt upp í 40 prósent smitast árlega af inflúensunni. Faraldur inflúensu varir hér á landi oft upp í tíu vikurJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknirvísir/antonJón Magnús segir inflúensufaraldurinn geta haft mikil áhrif á innviði spítalans. Nú sé unnið að því að kaupa inn tæki sem hraðar greiningu á inflúensunni hjá sjúklingum. Reynt verður að fá tækið inn á allra næstu dögum. „Inflúensunni fylgja fleiri innlagnir en ella og oft hjá eldra fólki svo þetta getur haft mikil áhrif á starf spítalans,“ segir Jón Magnús. Hann bætir því einnig við að það gæti tekið nokkrar vikur fyrir inflúensuna að ná hámarki. Fram að því fjölgi tilfellum jafnt og þétt fyrstu vikurnar. „Inflúensan er þannig að hún byrjar oft rólega og það koma inn nokkur tilfelli fyrstu vikurnar. Á þessari stundu vitum við ekkert hvenær við náum toppnum en á meðan setjum við spítalann í viðbragðsstöðu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira