Innlent

Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær

Anton Egilsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir fund sem fram fór á milli Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í dag hafa verið frábæran. Hún er vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku.

„Við erum bara að halda áfram að tala saman og  eiga ítarlegar umræður meðal annars um fjármálapakkann og hvernig við ætlum að haga störfunum á næstu dögum. Við ætlum að hittast aftur á morgun og þessi fundur í dag var alveg frábær. Það er góður andi í þessum hóp þannig að ég er bara áfram mjög vongóð um að okkur takist að fara í formlegar viðræður vonandi í lok þessarar viku.“  Sagði Birgitta í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Upp úr fyrri stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm slitnaði en Birgitta segir að Píratar ætli að haga þessum viðræðum öðruvísi.

„Við erum svolítið að taka þráðinn upp frá fyrri viðræðum og nýta okkur þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað, en auðvitað gerum við þetta aðeins öðruvísi því við erum aðeins öðruvísi flokkur.

Telur það hjálpa til við viðræður að komast í fjárlögin

Aðspurð um það hvort að það muni hjálpa til við sjálfa stjórnarmyndunina að komast í fjárlögin svarar hún játandi.

„Að sjálfögðu, þá höfum við allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að geta farið í áætlun um það hvernig við förum í að leysa þau mál sem eru mjög brýn. 

Birgitta sagði í tíufréttum RÚV að hún hefði talað við Guðna Th. Jóhanneson, forseta Íslands, í gærkvöldi og að hún haldi honum vel upplýstum um gang mála. Guðni veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar síðastliðin föstudag.  

 

 

 

 

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.