Innlent

Sofandi í kyrrstæðum bíl á rauðu ljósi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn.
Maðurinn var handtekinn. Vísir/GVA
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um klukkan hálf níu í gærkvöld tilkynnt um að ökumaður og farþegi væru sofandi í kyrrstæðri bifreið á rauðu umferðarljósi í Austurbænum. Ökumaðurinn var grunaður um ölvunarakstur og því vistaður í fangaklefa, að því er segir í skeyti frá lögreglu.

Þá var karlmaður handtekinn um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna gruns um þjófnað í apóteki í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Á honum fundust fíkniefni og nokkrir hnífar. Málið er í rannsókn lögreglu.

Rétt fyrir klukkan níu í gær barst tilkynning um líkamsárás í miðborginni. Þrír aðilar höfðu ráðist á einn, og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort hann hafi sakað alvarlega.

Þá segir í skeytinu að slökkvilið hafi verið sent að skólalóð í Hafnarfirði eftir að tilkynning barst um að krakkar hefðu kveikt eld á skólalóðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×