Innlent

Var sjálfur oft efins um að þetta myndi hafast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Geir er eðli málsins samkvæmt öflugur hjólreiðakappi.
Geir er eðli málsins samkvæmt öflugur hjólreiðakappi. Vísir/Vilhelm
Geir Ómarsson er Íslandsmethafi í járnmanni eftir frábæra frammistöðu í Roth í Þýskalandi um helgina. Geir bætti tveggja ára gamalt Íslandsmet Stefáns Guðmundssonar frá því í Kaupmannahöfn 2014 um sjö mínútur og 23 sekúndur. Geir kom í mark á tímanum 8 klukkustundum, 49 mínútum og sex sekúndum.

Í járnkarli er synda keppendur 3,8 kílómetra, hjóla svo 180 kílómetra og ljúka svo keppni á maraþonhlaupi, 42,2 kílómetra. Eðli málsins samkvæmt er um mikla þrekraun að ræða og jafnan þannig að aðeins hluti keppenda lýkur keppni enda margt sem getur komið upp á.

Gísli Ásgeirsson fjallar um afrek Geirs á vefsíðu sinni Málbeininu en hann er sjálfur ofurhlaupari og formaður þríþrautarnefndar ÍSÍ svo fátt eitt sé nefnt. Járnmaðurinn í Roth er næstfrægasta keppni hvers árs á eftir heimsmeistraramótið sem fer árlega fram á Havaí.

Geir fagnar árangri sínum í Þýskalandi um helgina.Mynd/Aðsend
Farinn í smáfrí

Geir hafnaði sem fyrr segir í 22. sæti en fjórtán efstu keppendurnir eru atvinnumenn í faginu. Sigurvegair var Jan Frodeno frá Þýskalandi sem lauk keppni á sjö klukkustundum, 35 mínútum og 39 sekúndum. Hann þakkar vinum og vandamönnum kærlega fyrir ómetanlegan stuðning bæði á keppnisdaginn og í aðdraganda keppninnar á Facebook.

„Setti markið hátt en var sjálfur oft efins um að þetta myndi hafast. Sérstakar þakkir fá stelpurnar mínar þrjár  Hrefna,  Arna og Freyja sem eru búnar að styðja við bakið á mér í gegnum allt ferlið,“ segir Geir í Fésbókarfærslu. Hann sé farinn í smáfrí en muni segja keppnissöguna síðar.

Að neðan má sjá frá keppni í sundi í Roth um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×