Innlent

Sækja slasaða konu á Hornstrandir

Samúel Karl Ólason skrifar
Gunnar Friðriksson við bryggju á Ísafirði.
Gunnar Friðriksson við bryggju á Ísafirði. Vísir/Pjetur
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði er nú á leiðinni til Aðalvíkur á Hornströndum. Þar slasaðist ferðamaður við fall og er konan með höfuðáverka. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að hún verði flutt til Ísafjarðar til aðhlynningar.

Sjö manns eru um borð í Gunnari Friðrikssyni og þar á meðal einn sjúkraflutningamaður. Áætlað er að þau komi í land í Aðalvík um klukkan átta. (Fyrst var talið að það yrði um sjö)

Uppfært 21:35

Um er að ræða erlend hjón sem voru á göngu um Hornstrandir. Á leiðinni frá Fljótavík í Aðalvík féll konan í hlíð og hlaut höfuðáverka. Komið verður með hjónin að landi á Ísafirði um klukkan tíu og verður konan flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×