Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. Nánar verður greint frá þessu máli í fréttum Stöðvar tvö.

Þar verður einnig fjallað um ástandið í Tyrklandi eftir valdaránstilraunina nú um helgina og einnig skotárásina í Louisiana í Bandaríkjunum í gær þar sem þrír lögreglumenn féllu.

Við fjöllum líka um kríustofninn á Seltjarnarnesi sem er í miklum blóma eftir mögur ár og bændur í Suðursveit sem hafa orðið fyrir miklu tjóni í sumar þar sem nánast daglega hefur verið ekið á á sauðfé á þjóðveginum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×