Innlent

Færri ljúka lögmannsprófi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Claudie Ashonie Wilson var ein þeirra sem náði lögmannsprófinu nú í haust.
Claudie Ashonie Wilson var ein þeirra sem náði lögmannsprófinu nú í haust. vísir/ernir
Færri lögfræðingar luku námskeiði til að hljóta málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2016 heldur en undanfarin ár. Alls stóðust fimmtíu lögfræðingar prófið á árinu.

Í fyrra luku 74 námskeiðinu, 88 árið 2014 og 90 árið 2013. Meðaltalið frá árinu 2000 hefur verið um 58 nýir lögmenn á ári. Sem stendur eru um 1.100 lögmenn í Lögmannafélagi Íslands og má gera ráð fyrir að sú tala muni ekki hækka á næstunni.

Í frétt í Lögmannablaðinu kemur fram að hlutfall kvenna sem lýkur námskeiðinu sé hærra en síðustu ár. Í ár var hlutfallið rúm 76 prósent en hefur verið í kringum 46 prósent árin á undan.




Tengdar fréttir

Fannst erfiðara að læra íslensku en lögfræði

Claudie Ashonie Wilson lauk laganámi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og verður nú fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún sérhæfir sig í mannréttindamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×