Innlent

Karnival á Klambratúni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Brugðið á leik á Klambratúni í gær.
Brugðið á leik á Klambratúni í gær. vísir/hanna
Fjölskyldustemming var á Klambratúni í gær en þar brá Sirkus Íslands á leik. Fjölskylduhátíðin á túninu var hluti af lokadagskrá Hinsegin daga sem lauk í gær.

Hápunktur Hinsegin daga var Gleðigangan á laugardaginn. Þar vakti það mikla athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt þar ávarp fyrstur allra forseta. Guðni nýtti tækifærið í ávarpi sínu við gleðigönguna í gær til þess að hvetja alla til að taka sérstaklega á þeim fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna.

Fordómarnir þykja djúpstæðir og nánast óheyrt að atvinnuíþróttamenn komi út úr skápnum.

„Maður heyrir sögur af til dæmis strákum í handbolta eða jafnvel fótbolta sem þora ekki að koma út úr skápnum í liðunum sínum og hætta frekar í íþróttinni frekar til þess að koma út úr skápnum," segir Bjarni Snæbjörnsson, sem situr í stjórn hinsegin íþróttafélagsins Styrmis.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×